Stærri fyrirtæki þurfa að styðja betur við nýsköpun Fida Abu Libdeh skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Fida Abu Libdeh Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun