Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll Gústavsson kom til Hauka frá Skjern í Danmörku fyrir tímabilið. Stoppið í Hafnarfirði verður þó styttra en búist var við. vísir/vilhelm Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37