Borche: Fráköst, vítanýting og skortur á einbeitingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 22:09 Borche Ilievski segir að ÍR standi bestu liðum landsins ekki langt að baki. vísir/hulda margrét Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt við frammistöðuna gegn Stjörnunni þótt hann væri svekktur með úrslit leiksins. Stjörnumenn unnu átta stiga sigur, 95-87, í leik þar sem þeir voru alltaf með forystuna. „Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche við Vísi eftir leik. Hann átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting, og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Ég er ekki ánægður með tapið. Við töpuðum með sjö stigum fyrir Keflavík og átta stigum í kvöld,“ sagði Borche við Vísi eftir leik. Hann átti auðvelt með að setja fingur á það hvað vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. „Fráköst, vítanýting, og svo skortur á einbeitingu á nokkrum augnablikum í vörninni. Við misstum einbeitinguna og Stjarnan refsaði. Á heildina litið stöndumst við þessum bestu liðum snúning en á sumum sviðum þurfum við að bæta okkur.“ Zvonko Buljan lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í kvöld og virkaði ryðgaður. „Hann náði bara einni fimmtíu mínútna æfingu með okkur í gær. Hann klúðraði sniðsskotum, lappirnar voru þungar og við þurfum að vinna í líkamlegu formi hans. En þegar allt smellur saman held ég að við getum keppt,“ sagði Borche. ÍR var allan tímann í eltingarleik í kvöld. Mestur varð munurinn átján stig í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar. „Þeir náðu góðu forskoti en það góða er að við komum til baka. Við þurfum að vera einbeittari, sérstaklega í vörninni,“ sagði Borche sem lítur þó björtum augum til næstu vikna. „Heilt yfir er ég mjög bjartsýnn. Strákarnir mínir gefa allt sem þeir eiga í leikina. Við vorum að spila við Keflavík og Stjörnuna sem eru topplið og þetta voru jafnir leikir. Við þurfum að byggja ofan á þetta.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 95-87 | Stjörnumenn stóðust áhlaup Breiðhyltinga Stjarnan endurheimti 2. sæti Domino‘s deildar karla með sigri á ÍR, 95-87, í Ásgarði í kvöld. Þetta var annar sigur Stjörnumanna í röð. 8. febrúar 2021 21:50
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum