Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 22:40 Róbert Marshall hefur nokkra reynslu af þingstörfum. Vísir/vilhelm Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira