Mikið jafnræði var með liðunum sem skiptust á að ná eins til tveggja marka forystu en að lokum fór svo að þau skildu jöfn, 19-19, eftir að staðan í leikhléi var 11-11.
Karen Helga Díönudóttir og Sara Odden voru atkvæðamestar heimakvenna með fimm mörk hvor en Lovísa Thompson var markahæst Valskvenna, einnig með fimm mörk.
Valskonum tókst því ekki að endurheimta toppsætið en þær er nú einu stigi á eftir toppliði KA/Þór. Haukar lyftu sér upp að hlið ÍBV í 5.sæti deildarinnar.