Jóhann Berg tryggði Burnley stig og níu menn Newcastle héldu út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 17:00 Jóhann Berg þandi netmöskvana í dag. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Burnley í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Newcastle United 3-2 sigur á Southampton. 458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira