Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2021 19:28 Ekki verða neinir áhorfendur á leikjum á Íslandi til 8. mars hið minnsta. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01