Hálfu ári seinna er fátt um svör og rannsókn strand á skeri stjórnmála Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 15:57 Sprengingin varð í vöruskemmu þar sem tæp þrjú þúsund tonn ef eldfimum efnum voru geymt, auk flugelda. EPA-EFE/WAEL HAMZEH Yfirvöld Frakklands gagnrýna ráðamenn í Líbanon harðlega vegna þess að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar hálfu ári eftir að höfnin í Beirút sprakk í loft upp. Rúmlega tvö hundruð manns dóu, rúmlega sex þúsund slösuðust og þúsundir heimila skemmdust. Sprengingin var ein stærsta sprenging heimsins, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Hún varð þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmuni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Sjá einnig: Gríðarstór sprenging í Beirút Hér má sjá myndband Sky News þar sem fjölmörg myndbönd af sprengingunni eru sýnd. Rannsókn yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað enn. AFP hafði eftir heimildarmönnum sínum í desember að til stæði að ákæra Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og þrjá aðra fyrrverandi ráðherra, en ekkert hefur orðið af því. Diab sagði af sér eftrir sprenginguna í ágúst. Saad Hariri sem hafði sagt af sér tæplega ári áður vegna umfangsmikilla mótmæla í Líbanon var þá gerður svo gerður að forsætisráðherra í þriðja sinn í október. Honum hefur þó ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Nú segir fréttaveitan að sjónir rannsakenda hafi beinst að rúmlega tuttugu mönnum sem hafi verið handteknir. Stjórnmálamenn í Líbanon hafi staðið í vegi rannsakenda. „Sex mánuðum eftir sprenginguna, er ósásættanlegt að íbúar Líbanon séu enn að bíða eftir svörum frá leiðtogum sínum.“ Þetta sagði Anne Grillo, sendiherra Frakklands í Líbanon, í yfirlýsingu í dag samkvæmt frétt AFP. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ferðaðist tvisvar til Beirút í kjölfar sprenginarinnar og kallaði eftir umfangsmiklum umbótum á stjórnmálakerfi landsins. Þau áköll féllu ekki í kramið í Líbanon. Ráðandi fylkingar landsins hétu breytingum en hafa ekki staðið við það. Íbúar Líbanon hafa staðið frammi fyrir margskonar krísur á undanförnum árum. Þær má að miklu leiti rekja til spillingar og vanstjórnar. Skipið Orient Queen er enn á hliðinni við bryggju í Beirút. Sex mánuðum eftir að skipið sökk í sprengingunni.EPA-EFE/WAEL HAMZEH Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Sprengingin var ein stærsta sprenging heimsins, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Hún varð þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmuni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Sjá einnig: Gríðarstór sprenging í Beirút Hér má sjá myndband Sky News þar sem fjölmörg myndbönd af sprengingunni eru sýnd. Rannsókn yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað enn. AFP hafði eftir heimildarmönnum sínum í desember að til stæði að ákæra Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og þrjá aðra fyrrverandi ráðherra, en ekkert hefur orðið af því. Diab sagði af sér eftrir sprenginguna í ágúst. Saad Hariri sem hafði sagt af sér tæplega ári áður vegna umfangsmikilla mótmæla í Líbanon var þá gerður svo gerður að forsætisráðherra í þriðja sinn í október. Honum hefur þó ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Nú segir fréttaveitan að sjónir rannsakenda hafi beinst að rúmlega tuttugu mönnum sem hafi verið handteknir. Stjórnmálamenn í Líbanon hafi staðið í vegi rannsakenda. „Sex mánuðum eftir sprenginguna, er ósásættanlegt að íbúar Líbanon séu enn að bíða eftir svörum frá leiðtogum sínum.“ Þetta sagði Anne Grillo, sendiherra Frakklands í Líbanon, í yfirlýsingu í dag samkvæmt frétt AFP. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ferðaðist tvisvar til Beirút í kjölfar sprenginarinnar og kallaði eftir umfangsmiklum umbótum á stjórnmálakerfi landsins. Þau áköll féllu ekki í kramið í Líbanon. Ráðandi fylkingar landsins hétu breytingum en hafa ekki staðið við það. Íbúar Líbanon hafa staðið frammi fyrir margskonar krísur á undanförnum árum. Þær má að miklu leiti rekja til spillingar og vanstjórnar. Skipið Orient Queen er enn á hliðinni við bryggju í Beirút. Sex mánuðum eftir að skipið sökk í sprengingunni.EPA-EFE/WAEL HAMZEH Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29
Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58
Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51
Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15