Fox gróf upp viðtal Jóhanns Bjarna við Kerry í umfjöllun um flugvélaeign fjölskyldunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 10:24 Umrætt viðtal við tekið á Íslandi þegar John Kerry var hér á landi að taka við verðlaunum Hringborðs norðurslóða. Skjáskot RÚV/Getty Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar. Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina. Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina.
Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira