Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Patrick Mahomes og félagar vilja hafa hárið í lagi á sunnudaginn þegar þeir freista þess að vinna Ofurskálarleikinn annað árið í röð. Getty/Jamie Squire Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira