Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 19-22 | Mikilvæg stig Fram Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:26 Valur Þór Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Fram vann góðan sigur á Þór norðan heiða í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin á að skora. Sóknaleikur beggja liða var slappur og voru liðin að gera klaufaleg mistök. Framarar fóru illa með sumar sóknirnar sínar og voru þeir með 12 tapaða bolta þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var mikið betri og byrjaði leikurinn stál í stál. Fram tók yfirhöndina hægt og sígandi og unnu þeir að lokum góðan 19-22 útisigur á Akureyri. Hverjir stóðu uppúr? Ólafur Jóhann Magnússon var markahæstur í liði Fram með 5 mörk. Lárus Helgi Ólafsson átti góðan leik í markinu og var hann með 14 varin skot eða 43,8% vörslu. Í liði Þórs endaði Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 5 mörk. Jovan Kukobat var með 10 varin skot. Af hverju vann Fram? Sóknarleikur beggja liða var alls ekki góður og gerðu liðin mörg klaufaleg mistök. Þórsarar börðust vel en Fram náði að laga sóknarleikinn sinn aðeins og var það nóg til þess að landa sigri í þessum bragðdaufa leik. Hvað er næst? Fram sækir Hauka heim á Ásvelli og Þór á leik við Selfoss. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram i leikslok: Ég er mjög ánægður. Við komum hingað til þess að sigra og mér er alveg sama hvernig því það er erfitt að koma spila hérna og við vorum ekki á okkar besta degi en við unnum. Ég tek það allan daginn að spila ekki okkar besta leik og vinna frekar en að spila vel og tapa. Þessi leikur var óþægilega líkur leiknum okkar í Vestmannaeyjum. Vörnin og markvarslan í lagi en í sókninni náðum við aldrei upp hraða og við duttum niður á hægt plan. Sóknarleikurinn okkar mun lagast en það tekur tíma. Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þórs í leikslok: Ég er súr. Mér fannst við kasta þessu frá okkur. Menn spiluðu stundum ekki eftir því sem við vorum búnir að skipuleggja. Sóknarleikurinn fór með okkur. Við erum fátækir í leikmönnum eins og er og erum við að leita leiða með ungum drengjum. Þetta var fínt fyrsta korterið í seinni hálfleik en svo bara kemur ráðaleysi í okkar sóknarleik. Við höfum stuttan tíma að drilla ný lið þegar menn eru að detta út hjá okkur og menn eru tæpir. Það tekur tíma að skóla nýja menn og þetta eru tvítugir peyjar sem eru að koma inn og við stöndum bara með þeim. Olís-deild karla Þór Akureyri Fram
Fram vann góðan sigur á Þór norðan heiða í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin á að skora. Sóknaleikur beggja liða var slappur og voru liðin að gera klaufaleg mistök. Framarar fóru illa með sumar sóknirnar sínar og voru þeir með 12 tapaða bolta þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var mikið betri og byrjaði leikurinn stál í stál. Fram tók yfirhöndina hægt og sígandi og unnu þeir að lokum góðan 19-22 útisigur á Akureyri. Hverjir stóðu uppúr? Ólafur Jóhann Magnússon var markahæstur í liði Fram með 5 mörk. Lárus Helgi Ólafsson átti góðan leik í markinu og var hann með 14 varin skot eða 43,8% vörslu. Í liði Þórs endaði Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 5 mörk. Jovan Kukobat var með 10 varin skot. Af hverju vann Fram? Sóknarleikur beggja liða var alls ekki góður og gerðu liðin mörg klaufaleg mistök. Þórsarar börðust vel en Fram náði að laga sóknarleikinn sinn aðeins og var það nóg til þess að landa sigri í þessum bragðdaufa leik. Hvað er næst? Fram sækir Hauka heim á Ásvelli og Þór á leik við Selfoss. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram i leikslok: Ég er mjög ánægður. Við komum hingað til þess að sigra og mér er alveg sama hvernig því það er erfitt að koma spila hérna og við vorum ekki á okkar besta degi en við unnum. Ég tek það allan daginn að spila ekki okkar besta leik og vinna frekar en að spila vel og tapa. Þessi leikur var óþægilega líkur leiknum okkar í Vestmannaeyjum. Vörnin og markvarslan í lagi en í sókninni náðum við aldrei upp hraða og við duttum niður á hægt plan. Sóknarleikurinn okkar mun lagast en það tekur tíma. Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þórs í leikslok: Ég er súr. Mér fannst við kasta þessu frá okkur. Menn spiluðu stundum ekki eftir því sem við vorum búnir að skipuleggja. Sóknarleikurinn fór með okkur. Við erum fátækir í leikmönnum eins og er og erum við að leita leiða með ungum drengjum. Þetta var fínt fyrsta korterið í seinni hálfleik en svo bara kemur ráðaleysi í okkar sóknarleik. Við höfum stuttan tíma að drilla ný lið þegar menn eru að detta út hjá okkur og menn eru tæpir. Það tekur tíma að skóla nýja menn og þetta eru tvítugir peyjar sem eru að koma inn og við stöndum bara með þeim.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti