„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. „Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira