Rúnar Alex var ekki fæddur þegar þetta gerðist síðast hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 10:31 Rúnar Alex Rúnarsson með knattspyrnustjóranum Mikel Arteta í leikslok í gær. Getty/Nick Potts Rúnar Alex Rúnarsson fékk óvænt sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar Arsenal tapaði á móti Wolves á útivelli. Það leit ekki út fyrir það að Rúnar Alex fengi leiki í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en fljótt skipast veður í lofti. Í gær gerðist nefnilega það sem hafði ekki gerst hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í rúm 27 ár. Bernd Leno fékk rauða spjaldið á 72. mínútu fyrir að taka boltann með hendi fyrir utan teig. Rúnar Alex tók þarf með stöðu hans í markinu. Markvörður Arsenal hafði ekki fengið rauða spjaldið sína að David Seaman var rekinn af velli í leik á móti West Ham 24. nóvember 1993. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Seaman braut þá á sóknarmanni West Ham fyrir utan vítateig á 84. mínútu leiksins. Alan Miller kom í markið í staðinn. Rúnar Alex fæddist 18. febrúar 1995 eða tæpum fimmtán mánuðum eftir að Seaman var rekinn af velli. Fyrsti leikur Rúnars Alex skrifaði nýjan kafla í sögubækurnar því hann er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en spilaði aldrei með liðinu í deildinni. Rúnar Alex hafði spilað fimm leiki með Arsenal á leiktíðinni en enginn þeirra var í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex spilaði fjóra leiki í Evrópudeildinni og svo einn í enska deildabikarnum. Hann hefur nú fengið sjö mörk á sig í sex leikjum og haldið markinu þrisvar sinnum hreinu. Alex Runarsson turned into Arsenal's playmaker #AFC #WOLARShttps://t.co/nxZuffCNma— talkSPORT (@talkSPORT) February 2, 2021 Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Það leit ekki út fyrir það að Rúnar Alex fengi leiki í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en fljótt skipast veður í lofti. Í gær gerðist nefnilega það sem hafði ekki gerst hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í rúm 27 ár. Bernd Leno fékk rauða spjaldið á 72. mínútu fyrir að taka boltann með hendi fyrir utan teig. Rúnar Alex tók þarf með stöðu hans í markinu. Markvörður Arsenal hafði ekki fengið rauða spjaldið sína að David Seaman var rekinn af velli í leik á móti West Ham 24. nóvember 1993. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Seaman braut þá á sóknarmanni West Ham fyrir utan vítateig á 84. mínútu leiksins. Alan Miller kom í markið í staðinn. Rúnar Alex fæddist 18. febrúar 1995 eða tæpum fimmtán mánuðum eftir að Seaman var rekinn af velli. Fyrsti leikur Rúnars Alex skrifaði nýjan kafla í sögubækurnar því hann er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en spilaði aldrei með liðinu í deildinni. Rúnar Alex hafði spilað fimm leiki með Arsenal á leiktíðinni en enginn þeirra var í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex spilaði fjóra leiki í Evrópudeildinni og svo einn í enska deildabikarnum. Hann hefur nú fengið sjö mörk á sig í sex leikjum og haldið markinu þrisvar sinnum hreinu. Alex Runarsson turned into Arsenal's playmaker #AFC #WOLARShttps://t.co/nxZuffCNma— talkSPORT (@talkSPORT) February 2, 2021
Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira