Össur hagnaðist um milljarð í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 08:25 Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“ Markaðir Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“
Markaðir Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira