Össur hagnaðist um milljarð í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 08:25 Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“ Markaðir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“
Markaðir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira