Önnur lota Wall Street við netverja Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 08:59 Smáir fjárfestar sem hafa skilið mark sitt eftir á hlutabréfamörkuðum fjárfesta nú í silfri. AP/Nicole Pereira Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár. Markaðir Bandaríkin Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár.
Markaðir Bandaríkin Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira