Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Merki Bílgreinasambandsins. Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hófu á dögunum öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka. Rekstrarumhverfi fyrirtækja í bílgreininni og í verslun og þjónustu verður sífellt flóknara með auknum kröfum af margvíslegu tagi sem m.a. leiða til aukinna samskipta við stjórnsýsluna. Samvinna eflir þessi samskipti, eykur þjónustu og upplýsingagjöf og er til mikillar hagræðingar fyrir félagsmenn. Hún er ekki síður hagræðing fyrir stjórnsýsluna sem þarf þá að taka við færri umsögnum sem oftar en ekki eru efnislega sambærilegar. Sífellt hraðari tækniþróun kallar á aukna fræðslu og menntun sem samtökin geta eflt enn frekar með samvinnu. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Miklar væntingar til samstarfsins „Það eru klárlega samlegðaráhrif á fjölmörgum sviðum sem gerir samtökunum kleift að vinna enn betur fyrir félagsmenn sína. Samskipti við stjórnsýsluna verða markvissari og öflugri, félagsmenn Bílgreinasambandsins munu njóta góðs af aðgengi að fræðsludagskrá SVÞ, enda er eðli bílgreinarinnar í raun verslun og þjónusta, og hagræðing í rekstrarkostnaði samtakanna er augljós. Við væntum mikils af þessu samstarfi,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar samstarfinu, enda ljóst að með því verði samtökin enn sterkara hagsmunaafl fyrir félagsmenn sína. „Hagsmunir þessara greina fara að langmestu leyti saman og í ljósi þess fögnum við þessum samstarfi og vonumst til að geta þróað það áfram enn frekar.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Rekstrarumhverfi fyrirtækja í bílgreininni og í verslun og þjónustu verður sífellt flóknara með auknum kröfum af margvíslegu tagi sem m.a. leiða til aukinna samskipta við stjórnsýsluna. Samvinna eflir þessi samskipti, eykur þjónustu og upplýsingagjöf og er til mikillar hagræðingar fyrir félagsmenn. Hún er ekki síður hagræðing fyrir stjórnsýsluna sem þarf þá að taka við færri umsögnum sem oftar en ekki eru efnislega sambærilegar. Sífellt hraðari tækniþróun kallar á aukna fræðslu og menntun sem samtökin geta eflt enn frekar með samvinnu. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Miklar væntingar til samstarfsins „Það eru klárlega samlegðaráhrif á fjölmörgum sviðum sem gerir samtökunum kleift að vinna enn betur fyrir félagsmenn sína. Samskipti við stjórnsýsluna verða markvissari og öflugri, félagsmenn Bílgreinasambandsins munu njóta góðs af aðgengi að fræðsludagskrá SVÞ, enda er eðli bílgreinarinnar í raun verslun og þjónusta, og hagræðing í rekstrarkostnaði samtakanna er augljós. Við væntum mikils af þessu samstarfi,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar samstarfinu, enda ljóst að með því verði samtökin enn sterkara hagsmunaafl fyrir félagsmenn sína. „Hagsmunir þessara greina fara að langmestu leyti saman og í ljósi þess fögnum við þessum samstarfi og vonumst til að geta þróað það áfram enn frekar.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent