„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 13:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira