Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2021 10:01 Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna venjulega upp úr sjö, en á það líka til að vakna fáránlega snemma án þess að ætla mér það, með heilann á fullri ferð og geta ómögulega sofnað aftur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að klappa kisunum mínum sem sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig. Svo tek ég upp símann og hunsa allar ráðleggingar um að vera ekki í símanum uppi í rúmi, keyri upp birtuna í honum og les hvað vinir mínir, sem eru ýmist á öðrum tímabeltum eða miklar B-týpur, hafa verið að tala um síðan ég sofnaði. Renni svo yfir fréttir dagsins áður en ég fer upp með köttunum, fóðra þá og fæ mér morgunmat með dóttur minni. Alltaf te og ristað brauð. Logi sefur venjulega í gegnum þessa rútínu, en vaknar við ófriðinn í mér þegar ég kem úr sturtu og fer að klæða mig og taka mig til fyrir daginn.“ Hefur Covid breytt einhverju hjá þér á jákvæðan hátt? Það er miklu minna á dagskránni utan vinnu og reyndar líka færri fundir í vinnunni. Fjarfundir hafa einnig gert það að verkum að það fer minni tími í þá fundi sem eru á annað borð haldnir. Fólk kemur sér meira að efninu og afgreiðir málin án útúrdúra. Svo hef ég komið sjálfri mér á óvart, verandi talsverður einfari, því ég var farin að sakna samvista við fólk og finnst frábært, sérstaklega eftir hlé milli starfa í haust, að mæta alla daga á vinnustaðinn og hitta samstarfsfólkið.“ Svanhildur segist hafa komið sjálfri sér á óvart í Covid. Hún sé mikill einfari að eðlisfari en í Covid hafi hún verið farin að sakna þess að njóta samvista við fólk. Í nýju starfi finnist henni frábært að mæta alla daga á vinnustaðinn og hitta sitt samstarfsfólk.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Verkefnin eru mjög fjölbreytt, en undanfarið hefur það verið verið áætlanagerð og stefnumótun sem hefur fangað athyglina, með fram daglegum störfum og ýmsum útgáfuverkefnum sem við í Viðskiptaráði erum í. Við erum til dæmis að kynna nýja útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti í næstu viku, sem hefur farið mikil vinna og tími í.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég vinn mikið með lista. Lista dagsins og svo langtímalista. Ég skrifa hjá mér hugmyndir og slíkt og sendi sjálfri mér skilaboð á Signal til að tryggja að að ég missi ekki bolta og til að halda utan um hugdettur og hluti sem ég þarf að móta betur áður en þeir enda á listanum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin upp í rúm um ellefu og hef mikla trú á því að sofa ekki minna en sjö til átta tíma á sólarhring. Þetta er samt lærð hegðun því ég er mikil náttugla og dett stundum í mikinn gír seint á kvöldin við að lesa eða skrifa og finnst einbeitingin best frá tíu til tvö. Það hentar ekki vel í þessum heimi sem er ofurseldur ofríki A-fólksins.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00 Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00 Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna venjulega upp úr sjö, en á það líka til að vakna fáránlega snemma án þess að ætla mér það, með heilann á fullri ferð og geta ómögulega sofnað aftur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að klappa kisunum mínum sem sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig. Svo tek ég upp símann og hunsa allar ráðleggingar um að vera ekki í símanum uppi í rúmi, keyri upp birtuna í honum og les hvað vinir mínir, sem eru ýmist á öðrum tímabeltum eða miklar B-týpur, hafa verið að tala um síðan ég sofnaði. Renni svo yfir fréttir dagsins áður en ég fer upp með köttunum, fóðra þá og fæ mér morgunmat með dóttur minni. Alltaf te og ristað brauð. Logi sefur venjulega í gegnum þessa rútínu, en vaknar við ófriðinn í mér þegar ég kem úr sturtu og fer að klæða mig og taka mig til fyrir daginn.“ Hefur Covid breytt einhverju hjá þér á jákvæðan hátt? Það er miklu minna á dagskránni utan vinnu og reyndar líka færri fundir í vinnunni. Fjarfundir hafa einnig gert það að verkum að það fer minni tími í þá fundi sem eru á annað borð haldnir. Fólk kemur sér meira að efninu og afgreiðir málin án útúrdúra. Svo hef ég komið sjálfri mér á óvart, verandi talsverður einfari, því ég var farin að sakna samvista við fólk og finnst frábært, sérstaklega eftir hlé milli starfa í haust, að mæta alla daga á vinnustaðinn og hitta samstarfsfólkið.“ Svanhildur segist hafa komið sjálfri sér á óvart í Covid. Hún sé mikill einfari að eðlisfari en í Covid hafi hún verið farin að sakna þess að njóta samvista við fólk. Í nýju starfi finnist henni frábært að mæta alla daga á vinnustaðinn og hitta sitt samstarfsfólk.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Verkefnin eru mjög fjölbreytt, en undanfarið hefur það verið verið áætlanagerð og stefnumótun sem hefur fangað athyglina, með fram daglegum störfum og ýmsum útgáfuverkefnum sem við í Viðskiptaráði erum í. Við erum til dæmis að kynna nýja útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti í næstu viku, sem hefur farið mikil vinna og tími í.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég vinn mikið með lista. Lista dagsins og svo langtímalista. Ég skrifa hjá mér hugmyndir og slíkt og sendi sjálfri mér skilaboð á Signal til að tryggja að að ég missi ekki bolta og til að halda utan um hugdettur og hluti sem ég þarf að móta betur áður en þeir enda á listanum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin upp í rúm um ellefu og hef mikla trú á því að sofa ekki minna en sjö til átta tíma á sólarhring. Þetta er samt lærð hegðun því ég er mikil náttugla og dett stundum í mikinn gír seint á kvöldin við að lesa eða skrifa og finnst einbeitingin best frá tíu til tvö. Það hentar ekki vel í þessum heimi sem er ofurseldur ofríki A-fólksins.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00 Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00 Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00
100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00
Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9. janúar 2021 10:00
Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 19. desember 2020 10:00
Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12. desember 2020 10:01