KKÍ fagnar 60 ára afmæli og stórum áföngum síðasta áratug Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 16:31 Á síðasta áratug hafa Íslendingar í fyrsta sinn átt fulltrúa á stórmótum fullorðinna en karlalandsliðið lék á EM 2015 og 2017 og fékk góðan stuðning. Getty/Norbert Barczyk Körfuknattleikssamband Íslands fagnar í dag 60 ára afmæli. Formaður KKÍ segir í pistli í tilefni dagsins að vöxtur íþróttarinnar hér á landi síðustu áratugi hafi verið allt að því ævintýralegur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir í afmælispistli sínum að til hafi staðið að halda afmælisveislu með körfuboltahreyfingunni. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins komi hins vegar í veg fyrir slíkt og veisluhöld bíði því betri tíma. KKÍ ER 60 ÁRA Í DAG ! 29.01.21 https://t.co/i68tNTLFUc pic.twitter.com/cQCd6mMU1S— KKÍ (@kkikarfa) January 29, 2021 Það má þó segja að það verði körfuboltaafmælisveisla í sjónvarpinu í kvöld en Stöð 2 Sport sýnir leiki ÍR og Hauka, og Stjörnunnar og Keflavíkur, auk Dominos körfuboltakvölds. Hannes nefnir einmitt í pistli sínum sem dæmi um hve körfuknattleikshreyfingin hafi vaxið hve mikið hafi breyst varðandi beinar útsendingar frá leikjum frá síðasta stórafmæli KKÍ. Iðkendum hafi á þessum tíu árum fjölgað um 40% og íslenska karlalandsliðið komist á tvö stórmót, sem áður virtist fjarlægur draumur. Pistill formannsins: Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tímamót Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir í afmælispistli sínum að til hafi staðið að halda afmælisveislu með körfuboltahreyfingunni. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins komi hins vegar í veg fyrir slíkt og veisluhöld bíði því betri tíma. KKÍ ER 60 ÁRA Í DAG ! 29.01.21 https://t.co/i68tNTLFUc pic.twitter.com/cQCd6mMU1S— KKÍ (@kkikarfa) January 29, 2021 Það má þó segja að það verði körfuboltaafmælisveisla í sjónvarpinu í kvöld en Stöð 2 Sport sýnir leiki ÍR og Hauka, og Stjörnunnar og Keflavíkur, auk Dominos körfuboltakvölds. Hannes nefnir einmitt í pistli sínum sem dæmi um hve körfuknattleikshreyfingin hafi vaxið hve mikið hafi breyst varðandi beinar útsendingar frá leikjum frá síðasta stórafmæli KKÍ. Iðkendum hafi á þessum tíu árum fjölgað um 40% og íslenska karlalandsliðið komist á tvö stórmót, sem áður virtist fjarlægur draumur. Pistill formannsins: Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður
Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tímamót Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira