Allt að 25 stiga frost við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:03 Hitaspákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands Í nótt hefur verið hægur vindur á landinu og víða léttskýjað en við slíkar aðstæður um miðjan vetur sjást oft háar frosttölur. Sú var einmitt raunin í nótt eins og sagt er frá í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn: „Það er gjarnan mikill breytileiki í því hvernig frostið nær sér á strik. Oft verður kaldast í lægðum í landslagi, þar situr kaldasta loftið sem fastast og kólnar meira og meira af völdum útgeislunar. Í nótt var kaldast við Mývatn (veðurstöðin stendur á Neslandatanga), þar var frostið á bilinu 22-25 stig í logni. Um 11 km í loftlínu í vestur frá Mývatnsstöðinni stendur veðurstöðin Mývatnsheiði. Þar var frostið í nótt lengst af 16-17 stig og vindhraði um 4 m/s (gola skv. gamla vindstigakvarðanum). Veðurstöðin á Mývatnsheiði stendur á heiðarbungunni og þar á kalda loftið erfitt með að standa kyrrt og því eru ekki kjöraðstæður þar fyrir neðsta lagið að kólna af völdum útgeislunar.“ Þá var 22 stiga frost á flugvellinum á Akureyri klukkan þrjú í nótt en á sama tíma mældist 15 stiga frost við lögreglustöðina inni í bænum. „Næstu daga er útlit fyrir tiltölulega rólegt veður á landinu og áfram verður kalt,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur næstu daga: Hægviðri og víða léttskýjað. Norðlæg eða breytileg átt 3-10 síðdegis og dálítil snjómugga á köflum, en úrkomulaust sunnanlands. Norðaustlæg átt 5-13 á morgun og lítilsháttar él á víð og dreif, en þurrt vestanlands. Frost víða á bilinu 3 til 13 stig, en kaldara á stöku stað. Á laugardag: Norðlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en léttskýjað suðvestan- og vestanlands. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á sunnudag og mánudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en austan 8-13 með suðurströndinni. Víða bjartviðri og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Sú var einmitt raunin í nótt eins og sagt er frá í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn: „Það er gjarnan mikill breytileiki í því hvernig frostið nær sér á strik. Oft verður kaldast í lægðum í landslagi, þar situr kaldasta loftið sem fastast og kólnar meira og meira af völdum útgeislunar. Í nótt var kaldast við Mývatn (veðurstöðin stendur á Neslandatanga), þar var frostið á bilinu 22-25 stig í logni. Um 11 km í loftlínu í vestur frá Mývatnsstöðinni stendur veðurstöðin Mývatnsheiði. Þar var frostið í nótt lengst af 16-17 stig og vindhraði um 4 m/s (gola skv. gamla vindstigakvarðanum). Veðurstöðin á Mývatnsheiði stendur á heiðarbungunni og þar á kalda loftið erfitt með að standa kyrrt og því eru ekki kjöraðstæður þar fyrir neðsta lagið að kólna af völdum útgeislunar.“ Þá var 22 stiga frost á flugvellinum á Akureyri klukkan þrjú í nótt en á sama tíma mældist 15 stiga frost við lögreglustöðina inni í bænum. „Næstu daga er útlit fyrir tiltölulega rólegt veður á landinu og áfram verður kalt,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur næstu daga: Hægviðri og víða léttskýjað. Norðlæg eða breytileg átt 3-10 síðdegis og dálítil snjómugga á köflum, en úrkomulaust sunnanlands. Norðaustlæg átt 5-13 á morgun og lítilsháttar él á víð og dreif, en þurrt vestanlands. Frost víða á bilinu 3 til 13 stig, en kaldara á stöku stað. Á laugardag: Norðlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en léttskýjað suðvestan- og vestanlands. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á sunnudag og mánudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en austan 8-13 með suðurströndinni. Víða bjartviðri og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira