Nýliðarnir halda áfram að koma á óvart og Keflvíkingar óstöðvandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Daniela Morillo var með þrefalda tvennu þegar Keflavík vann KR. vísir/hulda margrét Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina. Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47
Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54
Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum