Í tilkynningu frá HMS segir að á þinginu verði meðal annars farið yfir nýja skýrslu HMS um stöðu og þróun á húsnæðismarkaði.
„Á þinginu verður einnig fjallað um ný úrræði HMS til að bregðast við húsnæðisþörf almennings. Rætt verður við sveitarstjórnarfólk og byggingaraðila auk þess umræður verða í pallborði um áhrif COVID-19 aðgerðapakka á uppbyggingu innviða og um hvað sé framundan í húsnæðisuppbyggingu.
Þátttakendur í pallborði verða Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sandra Hlíf Ocares, framkvæmdastjóri Byggingarvettvangsins, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Elín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarkona í HMS, Hermann Jónasson, forstjóri HMS, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.“
Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.