Leggja til að sveitarfélög hætti að gefa trúfélögum lóðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:41 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Í greinargerð frumvarpsins segir að trúfélög eigi ekki frekar en aðrir rétt á ókeypis lóðum. vísir/Vilhelm Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu. Í lögum um Kristnisjóð segir að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Sveitarfélagi er einnig skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús prests, sé um lögbundið prestsetur að ræða. Píratar hafa áður lagt til að þessu verði hætt en hingað til hefur málið ekki hlotið brautargengi á þingi. Umrætt ákvæði hefur þó verið túlkað með tilliti til jafnræðissjónarmiða og talið ná til fleiri trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg hefur til að mynda ekki gert upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókepis lóða fyrir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Í greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn telji fyrirkomulagið barn síns tíma. Þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trú- og lífsskoðunarfélaga hafi verið einsleitari en í dag. „Sú aðgerð að skylda sveitarfélög einhliða til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til trúfélaga sem eftir því sækjast á ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir eru takmörkuð auðlind.“ Langholtskirkja. vísir/Vilhelm Þá séu engin gild rök fyrir því að afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum ókeypis lóðir, ekki frekar en öðrum félögum. Lagt er til að trúfélög greiði fyrir lóðir eins og aðrir en að sveitarfélögum sé þó heimilt að afgreiða þær umsóknir sem þegar hafa borist. „Trú- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orðræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er ótækt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágreiningi milli trúarhópa, um hvort í lögunum felist mismunun og jafnvel hvort hún eigi að vera þar,“ segir í greinargerð. „Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið sú að valda slíkum samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu og skynsamlegustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella lögin brott.“ Alþingi Þjóðkirkjan Trúmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Í lögum um Kristnisjóð segir að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Sveitarfélagi er einnig skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús prests, sé um lögbundið prestsetur að ræða. Píratar hafa áður lagt til að þessu verði hætt en hingað til hefur málið ekki hlotið brautargengi á þingi. Umrætt ákvæði hefur þó verið túlkað með tilliti til jafnræðissjónarmiða og talið ná til fleiri trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg hefur til að mynda ekki gert upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókepis lóða fyrir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Í greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn telji fyrirkomulagið barn síns tíma. Þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trú- og lífsskoðunarfélaga hafi verið einsleitari en í dag. „Sú aðgerð að skylda sveitarfélög einhliða til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til trúfélaga sem eftir því sækjast á ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir eru takmörkuð auðlind.“ Langholtskirkja. vísir/Vilhelm Þá séu engin gild rök fyrir því að afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum ókeypis lóðir, ekki frekar en öðrum félögum. Lagt er til að trúfélög greiði fyrir lóðir eins og aðrir en að sveitarfélögum sé þó heimilt að afgreiða þær umsóknir sem þegar hafa borist. „Trú- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orðræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er ótækt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágreiningi milli trúarhópa, um hvort í lögunum felist mismunun og jafnvel hvort hún eigi að vera þar,“ segir í greinargerð. „Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið sú að valda slíkum samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu og skynsamlegustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella lögin brott.“
Alþingi Þjóðkirkjan Trúmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira