Átta milljónir til Árnastofnunar vegna heimkomuafmælis handrita Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2021 14:32 Fjöldi safnaðist saman á Miðbakka í Reykjavík þann 21. apríl 1971 þegar Vædderen lagðist að bryggju með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða um borð. Stjórnarráð Íslands Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um átta milljónir króna vegna heimkomuafmælis handritanna. 50 ár eru brátt liðin frá því fyrstu handritunum var skilað til Íslands frá Danmörku. Þann 21. apríl 1971 lagði herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók í farteskinu. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að mikill mannfjöldi hafi beðið á bryggjunni og þjóðhátíðarstemning í landinu myndast við þessi tímamót. „Stofnun Árna Magnússonar hefur undanfarna mánuði minnst þessara tímamóta með verkefninu „Handritin til barnanna“, sem felur í sér nýstárlega kynningu á handritaarfinum, handritunum og efni þeirra í skólum um allt land, á vefnum og í fjölmiðlum. Til stendur að Árnastofnun haldi í apríl hátíð fyrir ungu kynslóðina á afmælisdeginum og verður Konungsbók Eddukvæða í brennidepli þeirrar dagskrár. Þá verður sett upp ljósmyndasýning, fyrir utan Hörpu, frá handritaheimkomunni og af völdum handritum. Í Ásmundarsal verður sýning sem hverfist um Möðruvallabók. Boðið verður upp á lifandi handritasmiðju, listaverk tengd Íslendingasögunum og sagnaskemmtun. Í Bíó Paradís verða sýndar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir efni handritanna. Styrkurinn fer af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Handritasafn Árna Magnússonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Íslensk fræði Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þann 21. apríl 1971 lagði herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók í farteskinu. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að mikill mannfjöldi hafi beðið á bryggjunni og þjóðhátíðarstemning í landinu myndast við þessi tímamót. „Stofnun Árna Magnússonar hefur undanfarna mánuði minnst þessara tímamóta með verkefninu „Handritin til barnanna“, sem felur í sér nýstárlega kynningu á handritaarfinum, handritunum og efni þeirra í skólum um allt land, á vefnum og í fjölmiðlum. Til stendur að Árnastofnun haldi í apríl hátíð fyrir ungu kynslóðina á afmælisdeginum og verður Konungsbók Eddukvæða í brennidepli þeirrar dagskrár. Þá verður sett upp ljósmyndasýning, fyrir utan Hörpu, frá handritaheimkomunni og af völdum handritum. Í Ásmundarsal verður sýning sem hverfist um Möðruvallabók. Boðið verður upp á lifandi handritasmiðju, listaverk tengd Íslendingasögunum og sagnaskemmtun. Í Bíó Paradís verða sýndar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir efni handritanna. Styrkurinn fer af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Handritasafn Árna Magnússonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Íslensk fræði Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57