Sjáðu magnaðar fimleikaæfingar sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 16:01 Nia Dennis vakti heimsathygli fyrir fimleikaæfingar sínar um helgina. getty/Keith Birmingham Fimleikaæfingar Niu Dennis hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Þær vöktu meðal annars athygli Simone Biles og fleiri stjarna. Dennis, sem er 21 árs, framkvæmdi gólfæfingarnar í viðureign UCLA (University of California, Los Angeles) og Arizona State um helgina. Hún sagði að æfingarnar væru óður menningar svartra og framkvæmdi þær meðal annars undir tónlist Kendricks Lamar, Missy Elliott, Dr. Dre og Tupac. Dennis fékk 9.95 í einkunn fyrir æfingarnar og sú einkunn hjálpaði UCLA að sigra Arizona State í fyrsta leik tímabilsins. Ekki nóg með það heldur sigraði Dennis hug og hjörtu fólks um allan heim með æfingunum. „Þessar æfingar endurspegla allt sem ég er í dag sem kona og að sjálfsögðu þurfti ég að blanda mörgum þáttum minnar menningar inn í þær,“ sagði Dennis. Klippa: Fimleikaæfingar Niu Dennis Meðal þeirra sem lýstu yfir velþóknun sinni á æfingum Dennis var Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, og Missy Elliott. okay @DennisNia do the damn thing girl this was so fun to watch! keep killing it! https://t.co/eDntwMpC4R— Simone Biles (@Simone_Biles) January 24, 2021 Snappin — Missy Elliott (@MissyElliott) January 24, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dennis vekur athygli fyrir glæsilegar æfingar en hún gerði það einnig í fyrra. Þá framkvæmdi hún æfingar við tónlist Beyoncés og fékk meðal annars hrós frá söngkonunni Aliciu Keys og Kamölu Harris, núverandi varaforseta Bandaríkjanna. A homecoming performance that would make @Beyonce proud! @DennisNia made us lose our breath with her 9.975 on floor exercise last weekend in Pauley. Who else is crazy in love with her routine? pic.twitter.com/XE4VvTrZOK— UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) February 28, 2020 Fimleikar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira
Dennis, sem er 21 árs, framkvæmdi gólfæfingarnar í viðureign UCLA (University of California, Los Angeles) og Arizona State um helgina. Hún sagði að æfingarnar væru óður menningar svartra og framkvæmdi þær meðal annars undir tónlist Kendricks Lamar, Missy Elliott, Dr. Dre og Tupac. Dennis fékk 9.95 í einkunn fyrir æfingarnar og sú einkunn hjálpaði UCLA að sigra Arizona State í fyrsta leik tímabilsins. Ekki nóg með það heldur sigraði Dennis hug og hjörtu fólks um allan heim með æfingunum. „Þessar æfingar endurspegla allt sem ég er í dag sem kona og að sjálfsögðu þurfti ég að blanda mörgum þáttum minnar menningar inn í þær,“ sagði Dennis. Klippa: Fimleikaæfingar Niu Dennis Meðal þeirra sem lýstu yfir velþóknun sinni á æfingum Dennis var Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, og Missy Elliott. okay @DennisNia do the damn thing girl this was so fun to watch! keep killing it! https://t.co/eDntwMpC4R— Simone Biles (@Simone_Biles) January 24, 2021 Snappin — Missy Elliott (@MissyElliott) January 24, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dennis vekur athygli fyrir glæsilegar æfingar en hún gerði það einnig í fyrra. Þá framkvæmdi hún æfingar við tónlist Beyoncés og fékk meðal annars hrós frá söngkonunni Aliciu Keys og Kamölu Harris, núverandi varaforseta Bandaríkjanna. A homecoming performance that would make @Beyonce proud! @DennisNia made us lose our breath with her 9.975 on floor exercise last weekend in Pauley. Who else is crazy in love with her routine? pic.twitter.com/XE4VvTrZOK— UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) February 28, 2020
Fimleikar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira