Segir að það vanti leikgleðina hjá Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 14:00 Það er þungt yfir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og öðrum Liverpool mönnum þessa dagana. Getty/Peter Powell Er ekki gaman lengur að spila fyrir Jürgen Klopp? Blaðamaður Guardian hefur áhyggjur af því að svo sé einmitt staðan hjá Englandsmeisturunum. Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira
Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira