Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. janúar 2021 20:38 Frjálslyndur, yfirvegaður og hreinskilinn eru orð sem hann notar til að lýsa sér en vinir hans lýsa honum sem „fun lovin‘ doctor“. Ari Klængur Jónsson er Einhleypa vikunnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. Ari starfar á Félagsvísindastofnun og er aðjúnkt við Háskóla Íslands. Framundan hjá honum er kennsluferð vestur á firði næstu vikurnar. Draumastefnumótið segir Ari fyrst og fremst fela í sér að vera með réttu manneskjunni. Restin komi svo að sjálfu sér. „Ég er svo á leiðinni í lognið á Ísafirði til að kenna þriggja vikna kúrs við Háskólasetur Vestfjarða og betrumbæta vísindagrein sem ég átti að senda frá mér fyrir alltof löngu síðan. Sem sagt stuð og stemning framundan. Janúar + Covid er klárlega ekki líflegasti kokteillinn.“ Stefnumótalífið í heimsfaraldri er eina stefnumótalífið sem Ari segist þekkja þar sem hann var nýskilinn þegar Covid-faraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Ég hélt að núverandi aðstæður væru bara nýja normið. Annars held ég að það sé bara allskonar. Þetta er svo sem ekki búið að vera neinn félagslegur almyrkvi, að minnsta kosti svo lengi sem maður passar sig á að njóta birtunnar þegar hennar nýtur við. Svo hefur þetta ástand reynst ágætis afsökun fyrir því að ganga ekki strax út. Hér fyrir neðan svarar Ari Klængur spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Heiðarleiki, glaðværð og seigla eru eitt af þeim persónueiginleikum sem heilla Ara. Nafn? Ari Klængur Jónsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þau hafa verið mismunandi eftir aldursskeiðum, t.d. Klængurinn, Sílið, Da klonk, nú nýlega Doktorinn. Aldur í árum? 40 ára. Aldur í anda ? 28 ára. Menntun? Doktorspróf í félags- og lýðfræði frá Stokkhólmsháskóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita ? Líf, ertu að grínast? (höf. titils Prins Póló) Guilty pleasure kvikmynd?Allar myndir með Hugh Grant í aðalhlutverki. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, um skamma hríð var ég skotinn í stelpunni sem söng í auglýsingunni fyrir Mjólkursamsöluna. Svo Natalie Portman, oftar en einu sinni. via GIPHY Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Eða ég vona ekki. Syngur þú í sturtu? Nei, ég er svo falskur að ég get ekki einu sinni hlustað á sjálfan mig syngja. Uppáhaldsappið þitt? Spotify (lífsnauðsynlegt) og Maps. Að minnsta kosti þegar ég er erlendis. Ari Klængur er með doktorspróf í félags- og lýðfræði frá Stokkhólmsháskóla og starfar nú sem verkefnastjóri á Félagasvísindastofnun. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum ? Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni en ég gefst jafnóðum upp. Ég flakka á milli þess að finnast Tinder vera hið besta mál og hið fínasta tæki fyrir einhleypa yfir í það að líta á þetta app sem einhvers konar birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Frjálslyndur, yfirvegaður, hreinskilinn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Samkvæmt hávísindalegri skoðunarkönnun er það „fun lovin‘ doctor“ – Fékk líka orðin skemmtilegur, listrænn og traustur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, glaðværð og seigla. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, óþarfa væl og neikvæðni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Api sennilega, veit ekki af hverju. via GIPHY Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Fólk sem ég þyrfti að spyrja spjörunum úr: Jesús, Amelia Earhart og Jaroslav Hasek (til að fá á hreint hvernig í andsk.. Ævintýri góða dátans Svejks á að enda). Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum ? Ég get lesið í tarot fyrir þig – efast um að það rætist samt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Erfiðasta spurningin held ég. Það kemur svo margt til greina. En ég held að flest geti verið skemmtilegt ef félagsskapurinn er réttur (og vice a versa). Flest skemmtilegt í réttum félagsskap. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Standa í biðröð eða rifrildi. Ertu A eða B týpa? B með stórum staf. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Heitt og sterkt með smá mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kaldhæðni á tímum Covid?? Fann mig oftast á Kalda þegar við vorum síðast frjáls. Ertu með einhvern bucket lista? Nei, eiginlega ekki. Er með fáránlega langan to-do lista samt. Efst á bucket listanum yrði sennilega að klára hann. via GIPHY Draumastefnumótið? Held að draumastefnumótið feli fyrst og fremst í sér að vera með réttu manneskjunni. Restin kemur svo að sjálfu sér, umvafin einhverri ævintýrabirtu og spontant hlutum bara. Hér er Ari að öllum líkindum að horfa á My Little Pony með dóttur sinni. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir. Get ómögulega munað texta – Jafnvel þá sem ég hef samið sjálfur. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? My Little Pony (með yngri dóttur minni – er ekki enn genginn í My Little Pony Association of Bronies and Pegasisters). Hvaða bók lastu síðast? Blóðrauður sjór eftir Lilju Sigurðardóttur; 107 Reykjavík bíður svo eftir mér á náttborðinu. Hvað er Ást? Efnaskipti, orka – straumur. Það sem verður til þess að þú setur sjálfan þig í annað sætið en viðkomandi í fyrsta. Með stelpunum sínum í sveitinni. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Ara Klængs hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00 Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ari starfar á Félagsvísindastofnun og er aðjúnkt við Háskóla Íslands. Framundan hjá honum er kennsluferð vestur á firði næstu vikurnar. Draumastefnumótið segir Ari fyrst og fremst fela í sér að vera með réttu manneskjunni. Restin komi svo að sjálfu sér. „Ég er svo á leiðinni í lognið á Ísafirði til að kenna þriggja vikna kúrs við Háskólasetur Vestfjarða og betrumbæta vísindagrein sem ég átti að senda frá mér fyrir alltof löngu síðan. Sem sagt stuð og stemning framundan. Janúar + Covid er klárlega ekki líflegasti kokteillinn.“ Stefnumótalífið í heimsfaraldri er eina stefnumótalífið sem Ari segist þekkja þar sem hann var nýskilinn þegar Covid-faraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Ég hélt að núverandi aðstæður væru bara nýja normið. Annars held ég að það sé bara allskonar. Þetta er svo sem ekki búið að vera neinn félagslegur almyrkvi, að minnsta kosti svo lengi sem maður passar sig á að njóta birtunnar þegar hennar nýtur við. Svo hefur þetta ástand reynst ágætis afsökun fyrir því að ganga ekki strax út. Hér fyrir neðan svarar Ari Klængur spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Heiðarleiki, glaðværð og seigla eru eitt af þeim persónueiginleikum sem heilla Ara. Nafn? Ari Klængur Jónsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þau hafa verið mismunandi eftir aldursskeiðum, t.d. Klængurinn, Sílið, Da klonk, nú nýlega Doktorinn. Aldur í árum? 40 ára. Aldur í anda ? 28 ára. Menntun? Doktorspróf í félags- og lýðfræði frá Stokkhólmsháskóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita ? Líf, ertu að grínast? (höf. titils Prins Póló) Guilty pleasure kvikmynd?Allar myndir með Hugh Grant í aðalhlutverki. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, um skamma hríð var ég skotinn í stelpunni sem söng í auglýsingunni fyrir Mjólkursamsöluna. Svo Natalie Portman, oftar en einu sinni. via GIPHY Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Eða ég vona ekki. Syngur þú í sturtu? Nei, ég er svo falskur að ég get ekki einu sinni hlustað á sjálfan mig syngja. Uppáhaldsappið þitt? Spotify (lífsnauðsynlegt) og Maps. Að minnsta kosti þegar ég er erlendis. Ari Klængur er með doktorspróf í félags- og lýðfræði frá Stokkhólmsháskóla og starfar nú sem verkefnastjóri á Félagasvísindastofnun. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum ? Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni en ég gefst jafnóðum upp. Ég flakka á milli þess að finnast Tinder vera hið besta mál og hið fínasta tæki fyrir einhleypa yfir í það að líta á þetta app sem einhvers konar birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Frjálslyndur, yfirvegaður, hreinskilinn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Samkvæmt hávísindalegri skoðunarkönnun er það „fun lovin‘ doctor“ – Fékk líka orðin skemmtilegur, listrænn og traustur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, glaðværð og seigla. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, óþarfa væl og neikvæðni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Api sennilega, veit ekki af hverju. via GIPHY Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Fólk sem ég þyrfti að spyrja spjörunum úr: Jesús, Amelia Earhart og Jaroslav Hasek (til að fá á hreint hvernig í andsk.. Ævintýri góða dátans Svejks á að enda). Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum ? Ég get lesið í tarot fyrir þig – efast um að það rætist samt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Erfiðasta spurningin held ég. Það kemur svo margt til greina. En ég held að flest geti verið skemmtilegt ef félagsskapurinn er réttur (og vice a versa). Flest skemmtilegt í réttum félagsskap. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Standa í biðröð eða rifrildi. Ertu A eða B týpa? B með stórum staf. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Heitt og sterkt með smá mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kaldhæðni á tímum Covid?? Fann mig oftast á Kalda þegar við vorum síðast frjáls. Ertu með einhvern bucket lista? Nei, eiginlega ekki. Er með fáránlega langan to-do lista samt. Efst á bucket listanum yrði sennilega að klára hann. via GIPHY Draumastefnumótið? Held að draumastefnumótið feli fyrst og fremst í sér að vera með réttu manneskjunni. Restin kemur svo að sjálfu sér, umvafin einhverri ævintýrabirtu og spontant hlutum bara. Hér er Ari að öllum líkindum að horfa á My Little Pony með dóttur sinni. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir. Get ómögulega munað texta – Jafnvel þá sem ég hef samið sjálfur. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? My Little Pony (með yngri dóttur minni – er ekki enn genginn í My Little Pony Association of Bronies and Pegasisters). Hvaða bók lastu síðast? Blóðrauður sjór eftir Lilju Sigurðardóttur; 107 Reykjavík bíður svo eftir mér á náttborðinu. Hvað er Ást? Efnaskipti, orka – straumur. Það sem verður til þess að þú setur sjálfan þig í annað sætið en viðkomandi í fyrsta. Með stelpunum sínum í sveitinni. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Ara Klængs hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00 Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53
Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00
Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54