Jóhannes Eðvaldsson látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 23:13 Jóhannes Eðvaldsson í leik með Celtc gegn Rangers á sínum tíma. Peter Robinson/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. Jóhannes fæddist árið 1950 í Vestmannaeyjum en hóf feril sinn með Val. Aðeins 22 ára gamall reyndi hann fyrir sér í atvinnumennsku með Cape Town í Suður-Afríku. Hann lék svo með Metz í Frakklandi og Holbæk í Danmörku áður en hann gekk til liðs við Celtic árið 1975. Þar lék hann í fimm ár og skoraði alls 36 mörk í 188 leikjum fyrir félagið. Alls varð hann tvisvar Skotlandsmeistari sem og liðið vann einn bikarmeistaratitil er Jóhannes var í herbúðum liðsins. Jóhannes var talinn einkar fjölhæfur leikmaður og fékk hið skemmtilega gælunafn „Shuggy“ á meðan hann var á mála hjá Celtic. Thoughts and prayers for the family of former Celt Johannes Edvaldsson (Big Shuggie) who sadly has passed away with Covid. Shuggie was part of the "10 men won the league" God bless you big man, thank you for the memories. @CelticFC pic.twitter.com/EdZEZUNOq3— Michael McCahill (@MickMcCahill) January 24, 2021 Eftir fimm sigursæl ár í Skotlandi hélt Shuggy til Bandaríkjanna. Þaðan lá leiðin til Hannover 96 í Þýskalandi og svo aftur til Skotlands þar sem hann lék með Motherwell áður en skórnir fóru á hilluna árið 1984. Jóhannes var eldri bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og þjálfara. Atli lést eftir baráttu við krabbamein árið 2019. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Annað var með bakfallsspyrnu gegn Austur-Þýskalandi í fræknum 2-1 sigri. Skoski boltinn Andlát Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jóhannes fæddist árið 1950 í Vestmannaeyjum en hóf feril sinn með Val. Aðeins 22 ára gamall reyndi hann fyrir sér í atvinnumennsku með Cape Town í Suður-Afríku. Hann lék svo með Metz í Frakklandi og Holbæk í Danmörku áður en hann gekk til liðs við Celtic árið 1975. Þar lék hann í fimm ár og skoraði alls 36 mörk í 188 leikjum fyrir félagið. Alls varð hann tvisvar Skotlandsmeistari sem og liðið vann einn bikarmeistaratitil er Jóhannes var í herbúðum liðsins. Jóhannes var talinn einkar fjölhæfur leikmaður og fékk hið skemmtilega gælunafn „Shuggy“ á meðan hann var á mála hjá Celtic. Thoughts and prayers for the family of former Celt Johannes Edvaldsson (Big Shuggie) who sadly has passed away with Covid. Shuggie was part of the "10 men won the league" God bless you big man, thank you for the memories. @CelticFC pic.twitter.com/EdZEZUNOq3— Michael McCahill (@MickMcCahill) January 24, 2021 Eftir fimm sigursæl ár í Skotlandi hélt Shuggy til Bandaríkjanna. Þaðan lá leiðin til Hannover 96 í Þýskalandi og svo aftur til Skotlands þar sem hann lék með Motherwell áður en skórnir fóru á hilluna árið 1984. Jóhannes var eldri bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og þjálfara. Atli lést eftir baráttu við krabbamein árið 2019. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Annað var með bakfallsspyrnu gegn Austur-Þýskalandi í fræknum 2-1 sigri.
Skoski boltinn Andlát Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira