Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Sylvía Hall skrifar 24. janúar 2021 23:00 Oddný Harðardóttir var gestur í Víglínunni í dag ásamt Óla Birni Kárasyni. Vísir/Einar Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Þetta kom fram í máli Óla Björns og Oddnýjar í Víglínunni í dag þar sem þau ræddu fyrirhugað söluferli Íslandsbanka. Þau sitja bæði í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem skilaði í vikunni umsögn um greinargerð fjármálaráðherra um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Minnihlutinn er ekki hlynntur því að hefja söluferli. „Við höfum sagt það frá því að við fengum Íslandsbanka í fangið, og ríkið er í þeirri stöðu að vera með tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í sinni eigu, að þá fengum við í hendurnar kjörið tækifæri til þess að endurskipuleggja hér bankakerfið – til þess að breyta því, hafa meiri fjölbreytni og virkari samkeppni á markaðnum,“ segir Oddný. Hún segir fákeppnisumhverfi vera á íslenskum fjármálamarkaði og því muni það ekki skipta máli þó annar banki fari í einkaeigu. Þó eigi að skipuleggja til framtíðar hvernig þjóðin vilji haga bankakerfinu. Ýmsum spurningum sé enn ósvarað, til að mynda hvort skoða eigi möguleika á samfélagsbanka, skilgreina frekar hvaða hlutur eigi að vera í opinberri eigu og hvernig þeim rekstri eigi að vera háttað. „Til viðbótar þessu, þá er verið að leggja til að selja á miklum óvissutímum. Við erum í djúpri efnahagslægð og við höfum ekki séð annað eins. Ef við horfum á ríkin og löndin í kringum okkar, þá sjáum við að þó staðan sé þokkaleg hjá okkur núna þá er mjög alvarleg staða í löndunum í kringum okkur,“ segir Oddný. Það séu lönd sem Íslendingar treysti á áframhaldandi viðskipti við til þess að komast út úr þeirri efnahagslægð sem blasir við. „Auk þess er óvissa um virði bankans, það er stór hluti lánasafnsins í frystingu. Það getur ekki leitt til annars en að verðið verði lægra.“ Úr Víglínunni í dag.Vísir/Einar Ósammála um undirbúninginn Að mati Oddnýjar er undirbúningi varðandi söluferlið verulega ábótavant auk þess sem ekkert ákall sé um sölu bankans að svo stöddu. „Það er ekkert sem kallar á það að ríkið fari að selja bankann núna, annað en ríkisstjórnin sem vill drífa þetta af áður en það koma kosningar. Það er ekki almannahagur sem fer þarna fremst.“ Óli Björn kveðst ósammála Oddnýju um ágæti undirbúningsins og segir hann hafa átt sér stað í mörg ár. Hann segir það hafa verið óumdeilt að umsvif ríkisins á þessum markaði væru of mikil og óheilbrigt ástand væri í dag. „Það hefur líka legið fyrir að undirbúningur að þessari sölu hefur verið víðtækur og átt sér stað í mörg ár, meðal annars með útgáfu hvítbókar um framtíðarsýn um fjármálakerfið sem kom út seinni hluta 2018, umræður áttu sér stað í þinginu, þingmenn áttu , eins og aðrir, alla möguleika á að koma með sína framtíðarsýn,“ segir Óli Björn. Hann telji þetta fyrsta skrefið í rétta átt, enda þyki honum ekki ákjósanlegt að ríkið sé meirihlutaeigandi í bankanum. „Það er verið að stíga hér lítið skref, vegna þess að þetta er lítið skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði – 25 eða 35 prósent hlutur. Ríkið verður enn þá yfirgnæfandi meirihlutaeigandi í Íslandsbanka, ég vona að það verði ekki til langframa.“ Þá er hann ósammála þeirri skoðun Oddnýjar að nú sé óheppilegur tími til þess að hefja söluferli. Allt bendi til þess að það sé skynsamlegt að ráðast í slíkar aðgerðir nú þegar litið sé til þróunar á hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það sem skiptir líka máli í þessu máli er að þegar við erum að búa okkur undir viðspyrnuna sem verður hér á næstu mánuðum, að þá skiptir okkur miklu máli að innlendur hlutabréfamarkaður sé öflugur. Við höfum vísbendingar um það að áhugi á fjárfestingum í hlutabréfum er að aukast, jafnt hjá fagfjárfestum sem einstaklingum. Þessi væntanlega skráning á hlutum Íslandsbanka mun verða vítamínsprauta á íslenskan hlutabréfamarkað og gefa aukna viðspyrnu í efnahagslífinu hér á komandi vikum og mánuðum.“ Óli Björn telur skráningu á hlutum í Íslandsbanka vítamínsprautu fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Vísir/Einar „Ekki ákall frá almenningi“ Oddný vísar til könnunar sem Gallup vann fyrir Alþýðusamband Íslands þar sem 56 prósent svarenda sögðust vera andvígir sölu Íslandsbanka. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði könnunina sýna svart á hvítu að aðgerðin nyti ekki stuðnings meðal almennings. „Það er ekki ákall frá almenningi að fara að selja frá okkur hluti í ríkisbanka sem við gætum nýtt til þess að skipuleggja með öðrum hætti – við gætum verið að spila frá okkur tækifæri til þess að fara í framtíðarbankakerfið,“ segir Oddný og vísar þar meðal annars til möguleika á samfélagsbanka. „Það liggur ekkert á, þessir bankar eru ágætlega reknir. Almenningur er ekki að kalla eftir þessari sölu og ég vil hlýða kalli almennings. Ég vil ekki hlýða kalli nokkurra fjárfesta sem eru í vandræðum með peningana sína eins og ríkisstjórnin vill gera.“ Óli Björn segir mikilvægt að spyrja almenning að því hvort hann sé fylgjandi því að ríkið „bindi um aldur og ævi 350 til 400 milljarða í áhættusömum rekstri á fjármálamarkaði“ eða hvort nýta eigi þá fjármuni í önnur samfélagsverkefni. Því er Oddný ekki sammála. „Það er ódýrara núna að taka lán fyrir því.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Óla Björns og Oddnýjar í Víglínunni í dag þar sem þau ræddu fyrirhugað söluferli Íslandsbanka. Þau sitja bæði í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem skilaði í vikunni umsögn um greinargerð fjármálaráðherra um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Minnihlutinn er ekki hlynntur því að hefja söluferli. „Við höfum sagt það frá því að við fengum Íslandsbanka í fangið, og ríkið er í þeirri stöðu að vera með tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í sinni eigu, að þá fengum við í hendurnar kjörið tækifæri til þess að endurskipuleggja hér bankakerfið – til þess að breyta því, hafa meiri fjölbreytni og virkari samkeppni á markaðnum,“ segir Oddný. Hún segir fákeppnisumhverfi vera á íslenskum fjármálamarkaði og því muni það ekki skipta máli þó annar banki fari í einkaeigu. Þó eigi að skipuleggja til framtíðar hvernig þjóðin vilji haga bankakerfinu. Ýmsum spurningum sé enn ósvarað, til að mynda hvort skoða eigi möguleika á samfélagsbanka, skilgreina frekar hvaða hlutur eigi að vera í opinberri eigu og hvernig þeim rekstri eigi að vera háttað. „Til viðbótar þessu, þá er verið að leggja til að selja á miklum óvissutímum. Við erum í djúpri efnahagslægð og við höfum ekki séð annað eins. Ef við horfum á ríkin og löndin í kringum okkar, þá sjáum við að þó staðan sé þokkaleg hjá okkur núna þá er mjög alvarleg staða í löndunum í kringum okkur,“ segir Oddný. Það séu lönd sem Íslendingar treysti á áframhaldandi viðskipti við til þess að komast út úr þeirri efnahagslægð sem blasir við. „Auk þess er óvissa um virði bankans, það er stór hluti lánasafnsins í frystingu. Það getur ekki leitt til annars en að verðið verði lægra.“ Úr Víglínunni í dag.Vísir/Einar Ósammála um undirbúninginn Að mati Oddnýjar er undirbúningi varðandi söluferlið verulega ábótavant auk þess sem ekkert ákall sé um sölu bankans að svo stöddu. „Það er ekkert sem kallar á það að ríkið fari að selja bankann núna, annað en ríkisstjórnin sem vill drífa þetta af áður en það koma kosningar. Það er ekki almannahagur sem fer þarna fremst.“ Óli Björn kveðst ósammála Oddnýju um ágæti undirbúningsins og segir hann hafa átt sér stað í mörg ár. Hann segir það hafa verið óumdeilt að umsvif ríkisins á þessum markaði væru of mikil og óheilbrigt ástand væri í dag. „Það hefur líka legið fyrir að undirbúningur að þessari sölu hefur verið víðtækur og átt sér stað í mörg ár, meðal annars með útgáfu hvítbókar um framtíðarsýn um fjármálakerfið sem kom út seinni hluta 2018, umræður áttu sér stað í þinginu, þingmenn áttu , eins og aðrir, alla möguleika á að koma með sína framtíðarsýn,“ segir Óli Björn. Hann telji þetta fyrsta skrefið í rétta átt, enda þyki honum ekki ákjósanlegt að ríkið sé meirihlutaeigandi í bankanum. „Það er verið að stíga hér lítið skref, vegna þess að þetta er lítið skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði – 25 eða 35 prósent hlutur. Ríkið verður enn þá yfirgnæfandi meirihlutaeigandi í Íslandsbanka, ég vona að það verði ekki til langframa.“ Þá er hann ósammála þeirri skoðun Oddnýjar að nú sé óheppilegur tími til þess að hefja söluferli. Allt bendi til þess að það sé skynsamlegt að ráðast í slíkar aðgerðir nú þegar litið sé til þróunar á hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það sem skiptir líka máli í þessu máli er að þegar við erum að búa okkur undir viðspyrnuna sem verður hér á næstu mánuðum, að þá skiptir okkur miklu máli að innlendur hlutabréfamarkaður sé öflugur. Við höfum vísbendingar um það að áhugi á fjárfestingum í hlutabréfum er að aukast, jafnt hjá fagfjárfestum sem einstaklingum. Þessi væntanlega skráning á hlutum Íslandsbanka mun verða vítamínsprauta á íslenskan hlutabréfamarkað og gefa aukna viðspyrnu í efnahagslífinu hér á komandi vikum og mánuðum.“ Óli Björn telur skráningu á hlutum í Íslandsbanka vítamínsprautu fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Vísir/Einar „Ekki ákall frá almenningi“ Oddný vísar til könnunar sem Gallup vann fyrir Alþýðusamband Íslands þar sem 56 prósent svarenda sögðust vera andvígir sölu Íslandsbanka. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði könnunina sýna svart á hvítu að aðgerðin nyti ekki stuðnings meðal almennings. „Það er ekki ákall frá almenningi að fara að selja frá okkur hluti í ríkisbanka sem við gætum nýtt til þess að skipuleggja með öðrum hætti – við gætum verið að spila frá okkur tækifæri til þess að fara í framtíðarbankakerfið,“ segir Oddný og vísar þar meðal annars til möguleika á samfélagsbanka. „Það liggur ekkert á, þessir bankar eru ágætlega reknir. Almenningur er ekki að kalla eftir þessari sölu og ég vil hlýða kalli almennings. Ég vil ekki hlýða kalli nokkurra fjárfesta sem eru í vandræðum með peningana sína eins og ríkisstjórnin vill gera.“ Óli Björn segir mikilvægt að spyrja almenning að því hvort hann sé fylgjandi því að ríkið „bindi um aldur og ævi 350 til 400 milljarða í áhættusömum rekstri á fjármálamarkaði“ eða hvort nýta eigi þá fjármuni í önnur samfélagsverkefni. Því er Oddný ekki sammála. „Það er ódýrara núna að taka lán fyrir því.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira