Íslendingar sofa allt of lítið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2021 12:25 Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni. Aðsend „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira