Rafrænni formannskosningu lauk á hádegi í dag. Snorri hefur verið formaður frá árinu 2008 en hann tók við af Sveini Ingiberg Magnússyni.
705 voru á kjörskrá en alls greiddu 519 atkvæði. Fjölnir hlaut 391 atkvæði, eða 75,3 prósent, en Snorri 120 atkvæði eða 23,1 prósent.
Fjölnir tekur við formennsku að loknu þingi sambandsins í vor, en kjörtímabilið er þrjú ár.
Líkt og áður sagði er Fjölnir varaþingmaður Vinstri grænna og hefur hann látið málefni lögreglunnar sig varða á þinginu. Til að mynda biðlaði hann til þingsins að styrkja stöðu lögreglunnar, þar sem hún væri verulega undirmönnuð.
„Lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og allir íbúar landsins eiga að geta fengið þjónustu lögreglu hvenær sem er sólarhringsins með stuttum fyrirvara. Þannig tryggjum við öryggi og vellíðan,“ sagði Fjölnir í ræðu árið 2018.