Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 19:00 Bruno Fernandes fagnar marki sínu í dag. Það reyndist sigurmark leiksins. Martin Rickett/Getty Images) Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. Gestirnir frá Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og kom Mohamed Salah gestunum yfir á 18. mínútu leiksins með fallegri vippu yfir Dean Henderson í marki Manchester United. Roberto Firmino bjó til færið með frábærri sendingu en varnarleikur heimamanna ekki til útflutnings og vissi Victor Lindelöf ekki hvort hann væri að koma eða fara. MO #EmiratesFACup @LFC pic.twitter.com/w1YLliI4K1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Í kjölfarið tóku heimamenn hins vegar öll völd á vellinum og jafnaði Mason Greenwood metin um miðbik fyrri hálfleiks með frábæru skoti eftir sendingu Marcus Rashford. Skyndisókn upp á tíu hjá United en Paul Pogba vann boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og skömmu síðar var Greenwood búinn að leggja hann í hornið. Incredible Rashford assist ruthless Greenwood finish.#EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/0zK3l8UU9U— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó heimamenn hafi átt fjölda skota í átt að marki gestanna áður en Craig Pawson dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks. Það tók Man Utd aðeins þrjár mínútur að komast yfir í síðari hálfleik. Þar var að verki Rashford eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Greenwood. Segja má að framherjinn ungi hafi endurgoldið greiðan er hann lagði upp mark á félaga sinn í framlínunni. Rhys Williams – miðvörður Liverpool – leit skelfilega út í markinu. Marcus Rashford, as cool as you like #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/zHlYtBXMW7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Eftir markið þá tóku Englandsmeistarar Liverpool öll völd á vellinum og jafnaði Mo Salah metin – aftur eftir sendingu Firmino – á 58. mínútu leiksins. Markið kom eftir skelfilegt uppspil Man Utd frá marki þar sem Cavani gaf boltann á mótherja á eigin vallarhelming. Mo at the double #EmiratesFACup @LFC pic.twitter.com/cTSx3gM5Ye— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Á 66. mínútu leiksins gerði Ole Gunnar Solskjær tvöfalda skiptingu. Hann tók Greenwood og Donny van de Beek af velli fyrir Fred og Bruno Fernandes. Sá síðarnefndi átti svo sannarlega eftir að koma við sögu en þegar tólf mínútur voru til leiksloka fengu heimamenn aukaspyrnu á alveg við D-bogann. Bruno stillti sér upp og lúðraði tuðrunni þéttingsfast í markmannshornið. Alisson bjóst engan veginn við því og knötturinn söng í netinu. Staðan orðin 3-2 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. No stopping Bruno Fernandes #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/gOCxdmJbOi— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Manchester United er því komið áfram í fimmtu umferð FA-bikarsins þar sem West Ham United bíður átekta. Fer sá leikur fram þann 10. febrúar næstkomandi - að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. Gestirnir frá Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og kom Mohamed Salah gestunum yfir á 18. mínútu leiksins með fallegri vippu yfir Dean Henderson í marki Manchester United. Roberto Firmino bjó til færið með frábærri sendingu en varnarleikur heimamanna ekki til útflutnings og vissi Victor Lindelöf ekki hvort hann væri að koma eða fara. MO #EmiratesFACup @LFC pic.twitter.com/w1YLliI4K1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Í kjölfarið tóku heimamenn hins vegar öll völd á vellinum og jafnaði Mason Greenwood metin um miðbik fyrri hálfleiks með frábæru skoti eftir sendingu Marcus Rashford. Skyndisókn upp á tíu hjá United en Paul Pogba vann boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og skömmu síðar var Greenwood búinn að leggja hann í hornið. Incredible Rashford assist ruthless Greenwood finish.#EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/0zK3l8UU9U— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó heimamenn hafi átt fjölda skota í átt að marki gestanna áður en Craig Pawson dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks. Það tók Man Utd aðeins þrjár mínútur að komast yfir í síðari hálfleik. Þar var að verki Rashford eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Greenwood. Segja má að framherjinn ungi hafi endurgoldið greiðan er hann lagði upp mark á félaga sinn í framlínunni. Rhys Williams – miðvörður Liverpool – leit skelfilega út í markinu. Marcus Rashford, as cool as you like #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/zHlYtBXMW7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Eftir markið þá tóku Englandsmeistarar Liverpool öll völd á vellinum og jafnaði Mo Salah metin – aftur eftir sendingu Firmino – á 58. mínútu leiksins. Markið kom eftir skelfilegt uppspil Man Utd frá marki þar sem Cavani gaf boltann á mótherja á eigin vallarhelming. Mo at the double #EmiratesFACup @LFC pic.twitter.com/cTSx3gM5Ye— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Á 66. mínútu leiksins gerði Ole Gunnar Solskjær tvöfalda skiptingu. Hann tók Greenwood og Donny van de Beek af velli fyrir Fred og Bruno Fernandes. Sá síðarnefndi átti svo sannarlega eftir að koma við sögu en þegar tólf mínútur voru til leiksloka fengu heimamenn aukaspyrnu á alveg við D-bogann. Bruno stillti sér upp og lúðraði tuðrunni þéttingsfast í markmannshornið. Alisson bjóst engan veginn við því og knötturinn söng í netinu. Staðan orðin 3-2 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. No stopping Bruno Fernandes #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/gOCxdmJbOi— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021 Manchester United er því komið áfram í fimmtu umferð FA-bikarsins þar sem West Ham United bíður átekta. Fer sá leikur fram þann 10. febrúar næstkomandi - að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti