Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:00 Jürgen Klopp situr úrræðalaus á bekknum eftir þegar ekkert gekk í sóknarleik Liverpool fjórða leikinn í röð AP/Peter Powell Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira