Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 07:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira