Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:32 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira