„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2021 10:30 Þorsteinn V ræddi við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu
Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira