„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2021 10:30 Þorsteinn V ræddi við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu
Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira