Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2021 09:48 Stórar fjárhæðir hafa farið til stuðnings fyrirtækjum og til greiðslu hluta launa um þrjátíu og sjö þúsund manns á síðasta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að hún reiknaði með að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu áfram aðalverkefni ríkisstjórnarinnar fram að kosningum í lok september. Vísir/Vilhelm Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira