Steingrímur gerir engar athugasemdir við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2021 10:35 Steingrímur leiðir ríkisstjórnina inn á Alþingi. Fullvíst má telja að hann sé einn af arkítektum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og hann hefur varið hana með kjafti og klóm. Steingrímur hefur gefið það út að þegar þessu kjörtímabili lýkur muni hann hætta pólitískum afskiptum. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó ríkið selji hlut í Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48