Rashford segir Mourinho hafa kennt sér að fá víti Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 09:31 Marcus Rashford fellur við í teignum en í þetta sinn fékk hann þó ekki víti. Getty/Phil Noble Umræða um vítaspyrnur er óhjákvæmileg í aðdraganda stórleiks Liverpool og Manchester United á sunnudaginn – liðanna sem nú eru efst í ensku úrvalsdeildinni. Marcus Rashford segir Jose Mourinho hafa hjálpað sér að fá oftar víti. Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31
Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30
„United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti