Sakar Jürgen Klopp um hræsni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 09:31 Jürgen Klopp er ekki sáttur með dómgæsluna í leikjum Liverpool að undanförnu. Getty/Owen Humphreys Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti