Segir Stjörnuna, Tindastól og Keflavík enn sterkust og Valur verði varasamur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2021 11:32 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eru líklegir til afreka í Domino's deild karla sem hefst aftur í kvöld eftir langt hlé. vísir/daníel Teitur Örlygsson fagnar því að Domino's deild karla fari aftur af stað í kvöld eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira