Armenskir fjölmiðlar segja forsetann vera með háan hita, með lungnabólgu, og er ástand hans sagt alvarlegt.
Sargsyan fagnaði áramótunum með fjölskyldu sinni í London og gekkst síðar undir aðgerð á fæti.
Hinn 67 ára Sargsyan tók við embætti forseta Armeníu árið 2018. Áður en hann tók við embætti forseta hafði hann gegnt stöðu sendiherra Armeníu í Bretlandi í heil tuttugu ár.
Eftir nýlegar stjórnarskrárbreytingar er embætti Armeníu fremur valdalítið embætti í stjórnskipun landsins.
Alls hafa 160 þúsund manns greinst með Covid-19 í Armeníu og hafa þar nú nærri þrjú þúsund dauðsföll verið rakin til sjúkdómsins.