Fullt í alla tíma og ætla að nýta sólarhringinn enn betur Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 13. janúar 2021 13:13 Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi CrossFit Reykjavíkur. Vísir/Sigurjón Líkamsræktarstöðvar hafa opnað dyr sínar á nýjan leik en ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi í dag. Aðeins má hafa opið fyrir hóptíma með þjálfara sem hefur yfirsýn og tryggir að sóttvarnarreglum sé fylgt. Tuttugu manna hámark er í hvern tíma. Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir tilfinninguna góða og mikinn létti fyrir starfsmenn og iðkendur að hægt sé að mæta í tíma. „Strax klukkan sex í morgun var létt yfir öllum sem mættu,“ segir Hrönn. Fullt sé í alla tíma og biðlistar. „Við bætum við tímum jafnt og þétt yfir daginn.“ Þannig minnir Hrönn á að enn sé svigrúm í sólarhringnum til að bæta við tímum á meðan eftirspurn sé hjá iðkendum. Tuttugu manna hólf og þjálfari á staðnum Skilyrði fyrir opnun líkamsræktarstöðva eru töluverð. Þær mega aðeins hafa 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda gesta en um leið aðeins opið fyrir hóptíma þar sem þjálfari hefur yfirsýn og stjórn og tryggir að neðangreindum reglum sé fylgt. Tuttugu manna hámark í hvern tíma. Allir iðkendur þurfa að vera fyrirframskráðir í tíma og því til fullkomin skrá yfir það hver var hvar og hvenær og smitrakning því auðveld. Búningsklefar verða að vera lokaðir og iðkendur mæta tilbúnir til æfinga í stöðina. Æfingasvæði þarf að skipta niður í hólf og ekki séu fleiri í hólfi en sem nemur fjórum fermetrum á hvern iðkanda, en að hámarki tuttugu í hverju hólfi. Hver iðkandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna og tveggja metra nándarregla viðhöfð. Engum búnaði er deilt á milli einstaklinga innan hvers tíma. Hver tími má að hámarki vera 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 60 mínútur. Við komu í hús sé tryggt að allir sótthreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst. Eftir æfingu sótthreinsi allir hendur áður en búnaður er sótthreinsaður. Eftir æfingu (þegar hendur hafa verið sótthreinsaðar) sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu. Rekstraraðili ber ábyrgð á sótthreinsun búnaðar. Við útgöngu sótthreinsi fólk hendur. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mætast í rýmum hússins, eins og anddyri. Milli hópa séu salerni, vaskar og aðrir snertifletir sótthreinsaðir af starfsmanni. Í sameiginlegum rýmum skal tryggja tveggja metra nálægðarreglu og þegar því verður ekki við komið skal andlitsgríma notuð. Framlengja kortin um lokaða tímabilið World Class opnaði stöðvar sínar í dag og þar á meðal splunkunýja stöð fyrirtækisins í Vatnsmýri. Á Facebook-síðu World Class er fyrirkomulagið í stöðvunum útskýrt ítarlega. World Class er með hópatíma bæði í minni sölum sínum og svo líka í æfingasölunum með hlaupabrettum og lóðum. Í þá tíma þarf þó að skrá sig eins og alla aðra og þjálfari á staðnum. Þá kemur fram að ekki verði rukkað af samningum iðkenda fyrir tímabil sem World Class hefur verið lokað. Öllum tímabundnum kortum hefur verið framlengt um lokaða tímabilið. Sporthúsið býður sömuleiðis viðskiptavini sína velkomna á nýjan leik og taka sóttvarnarreglur föstum tökum. Fram kemur á heimasíðu Sporthússins að þeir sem hlýði ekki starfsfólki verði vísað úr líkamsræktarstöðinni. Barnagæsla er lokuð í Sporthúsinu sem og World Class. Þá birtir Hreyfing góð ráð á heimasíðu sinni til iðkenda. Þvoum hendur vel með sápu fyrir og eftir æfingu. Munum að skráning er í alla hóptíma. Gætum þess vel að hafa gott bil á milli manna. Mætum með okkar eigin jógahandklæði á dýnuna. Mætum með okkar eigin vatnsbrúsa. Gætum að hreinlæti við notkun vatnshana. Notum sótthreinsispritt. Þrífum áhöld, tæki og tól vel fyrir og eftir notkun. Forðumst að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum. Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi. Hóstum og hnerrum í pappír eða í olnbogabót og þvoum hendur vel á eftir. Notum hanska. Hreyfum okkur a.m.k. 30 mín. á dag og borðum næringaríka fæðu. Ekki mæta í ræktina ef við finnum fyrir einhverjum mögulegum flensueinkennum. Ekki mæta í ræktina ef við eigum að vera í sóttkví. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir tilfinninguna góða og mikinn létti fyrir starfsmenn og iðkendur að hægt sé að mæta í tíma. „Strax klukkan sex í morgun var létt yfir öllum sem mættu,“ segir Hrönn. Fullt sé í alla tíma og biðlistar. „Við bætum við tímum jafnt og þétt yfir daginn.“ Þannig minnir Hrönn á að enn sé svigrúm í sólarhringnum til að bæta við tímum á meðan eftirspurn sé hjá iðkendum. Tuttugu manna hólf og þjálfari á staðnum Skilyrði fyrir opnun líkamsræktarstöðva eru töluverð. Þær mega aðeins hafa 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda gesta en um leið aðeins opið fyrir hóptíma þar sem þjálfari hefur yfirsýn og stjórn og tryggir að neðangreindum reglum sé fylgt. Tuttugu manna hámark í hvern tíma. Allir iðkendur þurfa að vera fyrirframskráðir í tíma og því til fullkomin skrá yfir það hver var hvar og hvenær og smitrakning því auðveld. Búningsklefar verða að vera lokaðir og iðkendur mæta tilbúnir til æfinga í stöðina. Æfingasvæði þarf að skipta niður í hólf og ekki séu fleiri í hólfi en sem nemur fjórum fermetrum á hvern iðkanda, en að hámarki tuttugu í hverju hólfi. Hver iðkandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna og tveggja metra nándarregla viðhöfð. Engum búnaði er deilt á milli einstaklinga innan hvers tíma. Hver tími má að hámarki vera 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 60 mínútur. Við komu í hús sé tryggt að allir sótthreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst. Eftir æfingu sótthreinsi allir hendur áður en búnaður er sótthreinsaður. Eftir æfingu (þegar hendur hafa verið sótthreinsaðar) sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu. Rekstraraðili ber ábyrgð á sótthreinsun búnaðar. Við útgöngu sótthreinsi fólk hendur. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mætast í rýmum hússins, eins og anddyri. Milli hópa séu salerni, vaskar og aðrir snertifletir sótthreinsaðir af starfsmanni. Í sameiginlegum rýmum skal tryggja tveggja metra nálægðarreglu og þegar því verður ekki við komið skal andlitsgríma notuð. Framlengja kortin um lokaða tímabilið World Class opnaði stöðvar sínar í dag og þar á meðal splunkunýja stöð fyrirtækisins í Vatnsmýri. Á Facebook-síðu World Class er fyrirkomulagið í stöðvunum útskýrt ítarlega. World Class er með hópatíma bæði í minni sölum sínum og svo líka í æfingasölunum með hlaupabrettum og lóðum. Í þá tíma þarf þó að skrá sig eins og alla aðra og þjálfari á staðnum. Þá kemur fram að ekki verði rukkað af samningum iðkenda fyrir tímabil sem World Class hefur verið lokað. Öllum tímabundnum kortum hefur verið framlengt um lokaða tímabilið. Sporthúsið býður sömuleiðis viðskiptavini sína velkomna á nýjan leik og taka sóttvarnarreglur föstum tökum. Fram kemur á heimasíðu Sporthússins að þeir sem hlýði ekki starfsfólki verði vísað úr líkamsræktarstöðinni. Barnagæsla er lokuð í Sporthúsinu sem og World Class. Þá birtir Hreyfing góð ráð á heimasíðu sinni til iðkenda. Þvoum hendur vel með sápu fyrir og eftir æfingu. Munum að skráning er í alla hóptíma. Gætum þess vel að hafa gott bil á milli manna. Mætum með okkar eigin jógahandklæði á dýnuna. Mætum með okkar eigin vatnsbrúsa. Gætum að hreinlæti við notkun vatnshana. Notum sótthreinsispritt. Þrífum áhöld, tæki og tól vel fyrir og eftir notkun. Forðumst að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum. Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi. Hóstum og hnerrum í pappír eða í olnbogabót og þvoum hendur vel á eftir. Notum hanska. Hreyfum okkur a.m.k. 30 mín. á dag og borðum næringaríka fæðu. Ekki mæta í ræktina ef við finnum fyrir einhverjum mögulegum flensueinkennum. Ekki mæta í ræktina ef við eigum að vera í sóttkví.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira