Þegar byggt er á fornri frægð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2021 07:00 Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar