Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 13:12 Mannleg mistök urðu til þess að þrír hestar slösuðust á flugvelli í Belgíu. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar. Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar.
Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira