Vísindarannsóknir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Sunna Snædal skrifar 12. janúar 2021 13:01 Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru til þess gerðar að við vitum hvaða meðferðir virka, hvaða rannsóknaraðferðir greina sjúkdóma á réttan máta og hvaða heilsueflandi inngrip virka. Svona mætti lengi telja. Slíkar rannsóknir á tímum heimsfaraldurs reyna geysilega mikið á vísindafólk og þátttakendur. Allir hafa þurft að leggjast á eitt svo hægt sé að öðlast nauðsynlega þekkingu á nýjum vágesti og nýta hana. Umræða um vísindi er af hinu góða. Hún eykur möguleika á því að við séum öll upplýst um gildi rannsókna og hvað felst í aðkomu okkar sem þátttakendur. Umgjörð um vísindarannsóknir er mikilvæg enda getur hún bæði hvatt til og styrkt þessa nauðsynlegu umræðu ef vel tekst til. Umgjörðin tryggir einnig að rannsóknarumhverfið sé sterkt og að reynsla af vísindastörfum sé mikil í landinu. Til dæmis er mikilvægt að nemendur séu snemma í háskólanámi hvattir til vísindastarfa og að meðvitund um siðfræði og mannréttindi sé samofin rannsóknarstarfi á öllum stigum. Hluti af umgjörðinni er að sækja þarf um leyfi til þess að stunda rannsóknir á heilbrigðissviði. Vitneskja um að slíkt ferli sé til og hvernig það virkar skiptir máli til að skapa traust í samfélaginu á vísindum. Slíkt traust er vonandi hvati til þátttöku. Svokallað upplýst samþykki þátttakenda snýst ekki bara um að rannsakendur útskýri hvað muni gerast í tiltekinni rannsókn, hvernig farið verði með upplýsingar um viðkomandi og hvort einhverjar aukaverkanir séu af inngripum sem eru hluti af sumum rannsóknum. Raunverulegt upplýst samþykki verður líka til við umræðu í þjóðfélaginu um ávinning rannsókna og hvernig gildi vísinda, siðfræði og mannréttinda eru höfð að leiðarljósi. Á endanum er það bæði þátttakendum og rannsakendum í hag að hafa vandaða umgjörð um vísindi sem mögulega hvetur til samræðu milli aðila. Þá er einnig líklegra að lokamarkmiðið náist, það er að bæta heilsu okkar allra sem og næstu kynslóða. Vísindasiðanefnd veitir leyfi til rannsókna á heilbrigðissviði. Í nefndinni sitja sjö einstaklingar með bakgrunn í læknisfræði, siðfræði, lögfræði, líffræði og lýðheilsu. Nefndin tekur á hverju ári við mörg hundruð erindum frá vísindafólki um allt land sem stundar rannsóknir í læknisfræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og fleiri heilbrigðisgreinum. Mikilvægt hlutverk nefndarinnar er að leiðbeina vísindafólki um ýmis atriði svo sem hvernig nálgast megi þátttakendur og hvernig gera megi upplýsingar til þeirra skiljanlegar og nægjanlegar. Þetta er gert til að tryggja að ekki sé gengið á rétt þátttakenda og að ekki sé lagt á fólk óþarfa álag sem hefur takmarkað vísindalegt gildi. Spurningarnar sem vakna í samstarfinu við rannsakendur eru af ýmsu tagi. Við það að setja sig í spor mögulegra þátttakenda er reynt að skoða hverja rannsókn frá öllum hliðum. Eru þær upplýsingar sem þátttakendum eru veittar viðeigandi? Er efnið kannski of ítarlegt þannig að það missir marks? Er þátttakendum gefið nægilegt ráðrúm til að ígrunda hvort þeir vilji vera með? Breytir sú farsótt sem nú geysar þeim forsendum sem nefndin hefur áður starfað eftir? Í venjulegu árferði er það fólk sem situr í vísindasiðanefnd stöðugt að læra nýja hluti og öðlast breytta sýn á viðfangsefnin. Heimsfaraldur hefur fjölgað erindum frá okkar fremsta vísindafólki svo um munar og lærdómskúrfan hefur aldrei verið eins brött. Nýjar nálganir í vísindum, frumlegar leiðir til að nálgast þátttakendur og skapandi notkun upplýsingatækni er allt hluti af því rannsóknaumhverfi sem við búum nú við. Í ljósi þessa ástands er það ábyrgð rannsóknasamfélagsins alls að halda áfram að styrkja og þróa umgjörð heilbrigðisrannsókna á landinu á gagnsæjan og upplýsandi hátt. Von allra er að jafnvel í miðjum heimsfaraldri skorti ekki viljuga en um leið vakandi þátttakendur í vísindarannsóknir á Íslandi. Ef þú vilt heyra meira um áskoranir í vísindastarfi á tímum heimsfaraldurs getur þú fylgst með streymi af opnu málþingi vísindasiðanefndar miðvikudaginn 13. janúar, milli klukkan 13 og 16. Þú munt einnig fá tækifæri til að bera upp spurningar þegar frummælendur hafa lokið framsögum sínum. Framsöguerindi flytja Alma D. Möller, landlæknir, Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Karl Andersen, hjartalæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild Háskóla Íslands og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Höfundur er læknir og formaður vísindasiðanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru til þess gerðar að við vitum hvaða meðferðir virka, hvaða rannsóknaraðferðir greina sjúkdóma á réttan máta og hvaða heilsueflandi inngrip virka. Svona mætti lengi telja. Slíkar rannsóknir á tímum heimsfaraldurs reyna geysilega mikið á vísindafólk og þátttakendur. Allir hafa þurft að leggjast á eitt svo hægt sé að öðlast nauðsynlega þekkingu á nýjum vágesti og nýta hana. Umræða um vísindi er af hinu góða. Hún eykur möguleika á því að við séum öll upplýst um gildi rannsókna og hvað felst í aðkomu okkar sem þátttakendur. Umgjörð um vísindarannsóknir er mikilvæg enda getur hún bæði hvatt til og styrkt þessa nauðsynlegu umræðu ef vel tekst til. Umgjörðin tryggir einnig að rannsóknarumhverfið sé sterkt og að reynsla af vísindastörfum sé mikil í landinu. Til dæmis er mikilvægt að nemendur séu snemma í háskólanámi hvattir til vísindastarfa og að meðvitund um siðfræði og mannréttindi sé samofin rannsóknarstarfi á öllum stigum. Hluti af umgjörðinni er að sækja þarf um leyfi til þess að stunda rannsóknir á heilbrigðissviði. Vitneskja um að slíkt ferli sé til og hvernig það virkar skiptir máli til að skapa traust í samfélaginu á vísindum. Slíkt traust er vonandi hvati til þátttöku. Svokallað upplýst samþykki þátttakenda snýst ekki bara um að rannsakendur útskýri hvað muni gerast í tiltekinni rannsókn, hvernig farið verði með upplýsingar um viðkomandi og hvort einhverjar aukaverkanir séu af inngripum sem eru hluti af sumum rannsóknum. Raunverulegt upplýst samþykki verður líka til við umræðu í þjóðfélaginu um ávinning rannsókna og hvernig gildi vísinda, siðfræði og mannréttinda eru höfð að leiðarljósi. Á endanum er það bæði þátttakendum og rannsakendum í hag að hafa vandaða umgjörð um vísindi sem mögulega hvetur til samræðu milli aðila. Þá er einnig líklegra að lokamarkmiðið náist, það er að bæta heilsu okkar allra sem og næstu kynslóða. Vísindasiðanefnd veitir leyfi til rannsókna á heilbrigðissviði. Í nefndinni sitja sjö einstaklingar með bakgrunn í læknisfræði, siðfræði, lögfræði, líffræði og lýðheilsu. Nefndin tekur á hverju ári við mörg hundruð erindum frá vísindafólki um allt land sem stundar rannsóknir í læknisfræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og fleiri heilbrigðisgreinum. Mikilvægt hlutverk nefndarinnar er að leiðbeina vísindafólki um ýmis atriði svo sem hvernig nálgast megi þátttakendur og hvernig gera megi upplýsingar til þeirra skiljanlegar og nægjanlegar. Þetta er gert til að tryggja að ekki sé gengið á rétt þátttakenda og að ekki sé lagt á fólk óþarfa álag sem hefur takmarkað vísindalegt gildi. Spurningarnar sem vakna í samstarfinu við rannsakendur eru af ýmsu tagi. Við það að setja sig í spor mögulegra þátttakenda er reynt að skoða hverja rannsókn frá öllum hliðum. Eru þær upplýsingar sem þátttakendum eru veittar viðeigandi? Er efnið kannski of ítarlegt þannig að það missir marks? Er þátttakendum gefið nægilegt ráðrúm til að ígrunda hvort þeir vilji vera með? Breytir sú farsótt sem nú geysar þeim forsendum sem nefndin hefur áður starfað eftir? Í venjulegu árferði er það fólk sem situr í vísindasiðanefnd stöðugt að læra nýja hluti og öðlast breytta sýn á viðfangsefnin. Heimsfaraldur hefur fjölgað erindum frá okkar fremsta vísindafólki svo um munar og lærdómskúrfan hefur aldrei verið eins brött. Nýjar nálganir í vísindum, frumlegar leiðir til að nálgast þátttakendur og skapandi notkun upplýsingatækni er allt hluti af því rannsóknaumhverfi sem við búum nú við. Í ljósi þessa ástands er það ábyrgð rannsóknasamfélagsins alls að halda áfram að styrkja og þróa umgjörð heilbrigðisrannsókna á landinu á gagnsæjan og upplýsandi hátt. Von allra er að jafnvel í miðjum heimsfaraldri skorti ekki viljuga en um leið vakandi þátttakendur í vísindarannsóknir á Íslandi. Ef þú vilt heyra meira um áskoranir í vísindastarfi á tímum heimsfaraldurs getur þú fylgst með streymi af opnu málþingi vísindasiðanefndar miðvikudaginn 13. janúar, milli klukkan 13 og 16. Þú munt einnig fá tækifæri til að bera upp spurningar þegar frummælendur hafa lokið framsögum sínum. Framsöguerindi flytja Alma D. Möller, landlæknir, Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Karl Andersen, hjartalæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild Háskóla Íslands og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Höfundur er læknir og formaður vísindasiðanefndar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun