Parler ætlar í hart við Amazon Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 22:04 Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. Framkvæmdastjórann John Matze, segist ekki ætla að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“. Getty/Gabby Jones Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum. Amazon greindi frá þessari ákvörðun sinni í gær og lá fyrir að Parler myndi ekki vera aðgengilegur áfram, nema miðillinn fyndi annað fyrirtæki til að hýsa síðuna. Það tókst ekki og hefur nú verið ákveðið að höfða mál. Vandræði Parler byrjuðu fyrir alvöru í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðastliðinn miðvikudag. Mótmælin urðu fljótt að óeirðum og var árás gerð á þinghúsið. Stuttu síðar lokaði Twitter fyrir aðgang forsetans, sem hann hafði notað mikið í forsetatíð sinni, og gerðu miðlar á borð við Facebook og Instagram slíkt hið sama. Parler hefur gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram. Þar má finna marga stuðningsmenn forsetans, sem og stjörnur á hægri væng stjórnmálanna, en stóru samskiptafyrirtækin lokuðu á hann vegna brota á skilmálum þar sem talið var að þar væru færslur sem hvöttu til ofbeldis. Í stefnu Parler segir að án vefþjóna Amazon geti Parler ekki farið í loftið aftur. Ákvörðunin sé í raun banahögg fyrir miðilinn og á meðan síðan liggi niðri sé hætt við því að Trump og önnur stór nöfn sæki í aðra miðla. Þá segir einnig að Amazon hafi brotið gegn samningi sínum við Parler þar sem kveðið hafi verið á um þrjátíu daga fyrirvara á uppsögn samnings. Það hafi áhrif á samskipti Parler við núverandi notendur, sem og þá sem komi til með að skrá sig seinna. Hakkaði sig inn áður en síðan fór út Notendur Parler hafa þó ekki bara áhyggjur af því að síðan sé óaðgengileg sem stendur. Áður en Amazon tók hana endanlega af sínum vefþjónum hafði tölvuþrjótur komist yfir gögn notenda síðunnar. Öll gögn notenda síðunnar eru því í höndum tölvuþrjótsins; skilaboð, myndir, myndbönd og staðsetningargögn notenda. Tölvuþrjótur, sem gengur undir nafninu Crash Override á Twitter, segist hafa fundið síðu þar sem Parler geymdi gögn notenda. Þannig hafi hann náð að gera lista yfir allar færslur og önnur gögn, þar með talin gögn sem hafði verið eytt út. Margar færslurnar sem höfðu verið fjarlægðar snerust um árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Þær voru þó aldrei fjarlægðar samkvæmt frétt VICE, heldur aðeins faldar þannig að ekki var hægt að sjá þær. Þá hefur nokkrum færslum verið deilt, meðal annars þeirri sem sést hér að neðan. Þar biður einn notandi Trump um að „hengja eða skjóta föðurlandssvikara“ opinberlega, þar sem þeir hafi tekið landið í gíslingu. a sample of what's in there pic.twitter.com/5o8CBRrmgc— crash override (@donk_enby) January 9, 2021 Samfélagsmiðlar Twitter Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Amazon greindi frá þessari ákvörðun sinni í gær og lá fyrir að Parler myndi ekki vera aðgengilegur áfram, nema miðillinn fyndi annað fyrirtæki til að hýsa síðuna. Það tókst ekki og hefur nú verið ákveðið að höfða mál. Vandræði Parler byrjuðu fyrir alvöru í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðastliðinn miðvikudag. Mótmælin urðu fljótt að óeirðum og var árás gerð á þinghúsið. Stuttu síðar lokaði Twitter fyrir aðgang forsetans, sem hann hafði notað mikið í forsetatíð sinni, og gerðu miðlar á borð við Facebook og Instagram slíkt hið sama. Parler hefur gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram. Þar má finna marga stuðningsmenn forsetans, sem og stjörnur á hægri væng stjórnmálanna, en stóru samskiptafyrirtækin lokuðu á hann vegna brota á skilmálum þar sem talið var að þar væru færslur sem hvöttu til ofbeldis. Í stefnu Parler segir að án vefþjóna Amazon geti Parler ekki farið í loftið aftur. Ákvörðunin sé í raun banahögg fyrir miðilinn og á meðan síðan liggi niðri sé hætt við því að Trump og önnur stór nöfn sæki í aðra miðla. Þá segir einnig að Amazon hafi brotið gegn samningi sínum við Parler þar sem kveðið hafi verið á um þrjátíu daga fyrirvara á uppsögn samnings. Það hafi áhrif á samskipti Parler við núverandi notendur, sem og þá sem komi til með að skrá sig seinna. Hakkaði sig inn áður en síðan fór út Notendur Parler hafa þó ekki bara áhyggjur af því að síðan sé óaðgengileg sem stendur. Áður en Amazon tók hana endanlega af sínum vefþjónum hafði tölvuþrjótur komist yfir gögn notenda síðunnar. Öll gögn notenda síðunnar eru því í höndum tölvuþrjótsins; skilaboð, myndir, myndbönd og staðsetningargögn notenda. Tölvuþrjótur, sem gengur undir nafninu Crash Override á Twitter, segist hafa fundið síðu þar sem Parler geymdi gögn notenda. Þannig hafi hann náð að gera lista yfir allar færslur og önnur gögn, þar með talin gögn sem hafði verið eytt út. Margar færslurnar sem höfðu verið fjarlægðar snerust um árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Þær voru þó aldrei fjarlægðar samkvæmt frétt VICE, heldur aðeins faldar þannig að ekki var hægt að sjá þær. Þá hefur nokkrum færslum verið deilt, meðal annars þeirri sem sést hér að neðan. Þar biður einn notandi Trump um að „hengja eða skjóta föðurlandssvikara“ opinberlega, þar sem þeir hafi tekið landið í gíslingu. a sample of what's in there pic.twitter.com/5o8CBRrmgc— crash override (@donk_enby) January 9, 2021
Samfélagsmiðlar Twitter Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira