Liverpool menn vilja vinna bikarinn sem þeir hafa ekki unnið undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Georginio Wijnaldum með bikarinn sem Liverpool fékk fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/David Ramos Georginio Wijnaldum segir sig og félaga sína í Liverpool liðinu vera með augum á því að vinna ensku bikarkeppnina á þessu tímabili. Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum. Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira