Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2021 12:14 Erik Jensen í miðið með nýrri stjórn Siumut-flokksins eftir að hafa fellt Kim Kielsen úr formannsstólnum. Við hlið hans standa varaformennirnir, þær Vivian Motzfeldt, til vinstri, og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, til hægri. Siumut Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ segir Erik Jensen í viðtali við KNR. Þrír flokkar standa að landsstjórninni, sem varð meirihlutastjórn síðastliðið vor þegar Demokraterne, sem áður höfðu varið minnihlutastjórn Kims Kielsens falli, gengu formlega til liðs við hina stjórnarflokkana, Siumut og Nunatta Qitornai. Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í ágúst 2019.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miðað við fyrstu viðbrögð formanns Demokraterne, Jens-Frederiks Nielsens, er óvíst að Erik Jensen takist að koma Kim Kielsen frá völdum. „Ég verð að segja að þetta er furðuleg yfirlýsing í ljósi þess að það hafa engar viðræður átt sér stað milli samstarfsflokkanna um þetta,“ segir Jens-Frederik Nielsen og bætir við: Erik Jensen er 45 ára gamall. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Heidi Ramsøe.Siumut „Ég á erfitt með að sjá hvernig Erik Jensen geti með því að senda út yfirlýsingu gengið út frá því að geta bara haldið áfram með stjórnarsáttmálann og sjálfan sig sem formann landsstjórnarinnar. Svo mér finnst það svolítið skrýtið að hann hafi sent út svona yfirlýsingu. En ég hlakka auðvitað til viðræðnanna,“ segir formaður Demokraterne í viðtali við KNR. Að sögn Jens-Frederik Nielsen fara viðræðurnar fram um miðja vikuna. Hann tekur fram að ef breyta eigi stjórnarsáttmálanum verði það ekki án krafna frá samstarfsflokkunum. „Að þessu sögðu á ég erfitt með að sjá hversu raunhæft er að breyta yfirleitt samkomulagi flokkanna, nú þegar styttist í að kjörtímabilinu ljúki.“ Formaður Nunatta Qitornai, þriðja stjórnarflokksins, Vittus Qujaukitsoq fjármálaráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Kim Kielsen, sem er 54 ára gamall fyrrverandi lögreglumaður, hefur verið leiðtogi Grænlands í rúm sex ár eða frá haustinu 2014 þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu af Alequ Hammond. Erik Jensen sat sem ráðherra í ríkisstjórn Kims Kielsens um tveggja ára skeið, frá 2017 til 2019, en var fyrst kjörinn á þing Grænlands í apríl 2018. Hann var áður sveitarstjórnarmaður í Qeqqata Kommunia. Þá sat hann í stjórn Handknattleikssambands Grænlands, þjálfaði bæði handbolta- og fótboltalið og var árið 2009 kjörinn þjálfari ársins á Grænlandi. Þess má geta að annar varaformanna Siumut er Íslendingur, Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra Grænlands. Grænland Tengdar fréttir Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ segir Erik Jensen í viðtali við KNR. Þrír flokkar standa að landsstjórninni, sem varð meirihlutastjórn síðastliðið vor þegar Demokraterne, sem áður höfðu varið minnihlutastjórn Kims Kielsens falli, gengu formlega til liðs við hina stjórnarflokkana, Siumut og Nunatta Qitornai. Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í ágúst 2019.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miðað við fyrstu viðbrögð formanns Demokraterne, Jens-Frederiks Nielsens, er óvíst að Erik Jensen takist að koma Kim Kielsen frá völdum. „Ég verð að segja að þetta er furðuleg yfirlýsing í ljósi þess að það hafa engar viðræður átt sér stað milli samstarfsflokkanna um þetta,“ segir Jens-Frederik Nielsen og bætir við: Erik Jensen er 45 ára gamall. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Heidi Ramsøe.Siumut „Ég á erfitt með að sjá hvernig Erik Jensen geti með því að senda út yfirlýsingu gengið út frá því að geta bara haldið áfram með stjórnarsáttmálann og sjálfan sig sem formann landsstjórnarinnar. Svo mér finnst það svolítið skrýtið að hann hafi sent út svona yfirlýsingu. En ég hlakka auðvitað til viðræðnanna,“ segir formaður Demokraterne í viðtali við KNR. Að sögn Jens-Frederik Nielsen fara viðræðurnar fram um miðja vikuna. Hann tekur fram að ef breyta eigi stjórnarsáttmálanum verði það ekki án krafna frá samstarfsflokkunum. „Að þessu sögðu á ég erfitt með að sjá hversu raunhæft er að breyta yfirleitt samkomulagi flokkanna, nú þegar styttist í að kjörtímabilinu ljúki.“ Formaður Nunatta Qitornai, þriðja stjórnarflokksins, Vittus Qujaukitsoq fjármálaráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Kim Kielsen, sem er 54 ára gamall fyrrverandi lögreglumaður, hefur verið leiðtogi Grænlands í rúm sex ár eða frá haustinu 2014 þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu af Alequ Hammond. Erik Jensen sat sem ráðherra í ríkisstjórn Kims Kielsens um tveggja ára skeið, frá 2017 til 2019, en var fyrst kjörinn á þing Grænlands í apríl 2018. Hann var áður sveitarstjórnarmaður í Qeqqata Kommunia. Þá sat hann í stjórn Handknattleikssambands Grænlands, þjálfaði bæði handbolta- og fótboltalið og var árið 2009 kjörinn þjálfari ársins á Grænlandi. Þess má geta að annar varaformanna Siumut er Íslendingur, Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún var áður framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og er að hluta alin upp á Íslandi, dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, Gujo, og Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra Grænlands.
Grænland Tengdar fréttir Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00
Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. 9. október 2020 06:45
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10